Category: Salat

Pönnusteikt lifur með smjörsteiktum eplum og grænmeti

Ég held að tilraunaeldhús Ingibjargar hafi aldrei náð öðrum eins hæðum og hún náði í dag, já í hádeginu í dag, 1. september. Ég fór í morgun í verulega góðan göngutúr í Salalaugina, synti í um 15 mínútur og gekk síðan heim aftur með smá viðkomu í Krónunni þar sem ég fjárfesti í ýmsu hollu …

Satay kjúklingasalat

Eftir vel heppnað tilraunaeldhús í gærkvöldi ætlaði ég ekki að leggja í annað enda hafði ég boðið pabba gamla í mat og þá er nú betra að vera ekki með neina tilraunastarfsemi. En svo hugsaði ég með sjálfri mér, ‘af hverju sýni ég honum ekki hvað það er sem ég hef verið að bæta inní …

Ljómandi gott andasalat – andabringusalat

Um daginn fékk ég eðalgóða gesti í mat. Hingað mættu þrír vinnufélagar mínir og eiginkona eins þeirra. Tilefnið var að ég hef ákveðið að bjóða öllum mínum vinnufélögum í tilraunaeldhús til mín á árinu 2013 og var þetta fjórði hópurinn sem mætir. Að þessu sinni var önd meginþemað í kvöldverðinum. Fyrst fengu þau Pekingönd sem …

Spínatdýfa Siffu

Sigfríður vinkona mín bauð uppá þessa geggjuðu dýfu í afmælisveislunni sinni þann 7. desember sl. Ég varð að sníkja uppskrift og hér er hún! 1 poki ferskt spínat, saxað (ekki maukað) 1 ds. vatnshnetur, saxaðar 1 ds. sýrður rjómi (18%) majónes, smá sletta púrrulaukssúpa 1/2 pakki jafnvel meira. Öllu blandað saman og borið fram með …

Paprikukjúklingasalat

Síðasta fimmtudag kom Sigrún systir í heimsókn og ég bauð henni að sjálfsögðu uppá tilraunaeldhús. Að þessu sinni var hollustan framarlega á lista hjá mér og gerði ég kjúklingasalat þar sem paprika var í aðalhlutverki. Þannig er að við systur erum tiltölulega nýkomnar úr ferð til Búdapest þar sem ég keypti eðal paprikukrydd. Ég ákvað …

Cajun kartöflusalat

Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins, kom glaðhlakkalegur til mín einn morguninn og sagði að þetta væri örugglega eitthvað fyrir mig. Til að færa sönnur á það ákvað ég að búa kartöflusalatið til og viti menn – það er dásamlegt. Uppskriftin – meðlæti fyrir 6-8 8 meðalstórar kartöflur 1 græn paprika 1 súrsuð smágúrka (gherkin) 4 vorlaukar …

Næstum því endalaus hollusta

Já er ekki rétt að kalla kjúklingasalatið sem ég bjó til í kvöld “Næstum því endalaus hollusta” Ég gerði nú bara einn skammt handa mér og notaði í það: Handfylli af salatblöndu, 3 kokteiltómatar, skornir í fernt 1/3 rauðlaukur, sneiddur 1/2 avókadó, það var frekar lítið og ég skar það niður í strimla 4 sólþurrkaðir …

Kartöflusalat Lúðvíks

Höfundur: Lúðvík E. Gústafsson 1 kg soðnar salatkartöflur (bestu fáanlegur hér á landi eru franskar Ratte kartöflur, eru svínslega dýrar núorðið, e.t.v. betra að styrkja heimalandbúnað.) Sjóða þær fyrst og láta þær kólna áður en salatgerðin hefst. 2-3 epli, eftir stærð og smekk, ekki súr (semsé ekki þessi eiturgrænu). 5-6 súrar gúrkur, líka eftir stærð …

Hið ómótstæðilega salat Maggie Monroe

Kjúklingalundir – hvítlaukur (2 rif, marin eða skorin) – Salt, pipar, hvítlaukskrydd – steikt á pönnu. Spínat, klettasalat, græn melóna (appelsínugul að innan), paprika (rauð – græn), gul epli, pera, rauðlaukur, fetaostur í olíu, furuhnetur, skinka, agúrka, avacado. Allt grænmeti og ávextir brytjað smátt í skál. Kjúklingurinn kældur og settur útí salatið. Bon appetit ! …