Category: Grænmetisréttir

Satay kjúklingasalat

Eftir vel heppnað tilraunaeldhús í gærkvöldi ætlaði ég ekki að leggja í annað enda hafði ég boðið pabba gamla í mat og þá er nú betra að vera ekki með neina tilraunastarfsemi. En svo hugsaði ég með sjálfri mér, ‘af hverju sýni ég honum ekki hvað það er sem ég hef verið að bæta inní …

Krydd hrísgrjón

Basmati hrísgrjón (500 gr.) Laukur (smátt skorinn) Smjör (væn klípa) 8 cloves (negulnaglar) 4 kardimommur 1 kanilstöng 2 lárviðarlauf Saffran þræðir 650 ml heitt kjúklingasoð Þvo hrísgrjónin vel í köldu vatni og leyfa þeim að liggja í vatni í um 30 mínútur. Steikja laukinn í smjöri í um 5 mínútur þar til mjúkur. Bæta við …

Dýrindis grænmetis-/fiskisúpa

Ég var staðráðin í að gera fiskisúpu í kvöld. En eins og svo oft áður þá datt mér ekki í hug að fylgja uppskrift heldur byggði ég á fyrri reynslu minni í fiskisúpugerð og ber þar hæst að nefna uppskrift Rúnars Marvinssonar. Þá súpu fékk ég fyrst í vinnunni og ég verð bara að segja …

Grænmetisréttur sem er ekkert grín

Vá maður hvað ég eldaði góðan mat í kvöld. Fyrir viku síðan sagði Rut Steinsen, vinnufélagi minn og handboltasnillingur, mér frá geggjuðum grænmetisrétti sem hún hafði eldað. Í hann notaði hún eggaldin, kúrbít, tómata, hvítlauk, papriku, sveppi og lauk. Ég gat að sjálfsögðu ekki farið eftir þessu og gerði eftirfarandi: eggaldin brokkolí gulrót rauð paprika …

Grillað lambafillet með dásemdar salati

Í gærkvöldi hitti ég vinkonur mínar Ástu B. og Dísu í Hárný. Tilgangur hittingsins var að horfa á landsleikinn hjá strákunum en svo gleymdum við okkur við mat og drykk. Ég tók svo fína mynd af matnum á símann minn að ég varð að skrifa niður “uppskriftina” en samt er þetta eiginlega ekki alveg uppskrift. …

Fyllt paprika með austurlensku ívafi

Á föstudag var mér boðið í aldeilis indælt boð heima hjá húsfrú Guðríði. Þar bauð hún m.a. uppá fyllta papriku sem mér þótti svo ómótstæðilega góð að ég varð að gera þennan rétt aftur hér heima hjá mér í kvöld (sunnudag). Það þarf eftirfarandi í paprikurnar: grænar paprikur kjúklingur (hakkaðan eða fínt skorinn) epli (sem …

Kjúklingasalat Hinna frænda

Hinni frændi minn er listakokkur. Í tilefni af afmæli mínu í desember bað ég hann um uppskrift að einhverju einföldu og góðu sem ég gæti boðið vinnufélögum mínum uppá í hádegi afmælisdagsins. Hann lagði til kjúklingasalat sem svo sannarlega féll í góðan jarðveg. Sósan/dressingin sem er sett á salatið er æði gæði. Í salatið þarf: …

Grænmetisréttur Rutar

Við Rut Steinsen deilum áhuga á grænmetisréttum af ýmsu tagi. Það verður þó að viðurkennast að aðdáun hennar á þessari tegund matar er mun þroskaðri en mín, en með góðri aðstoð frá henni er ég öll að koma til. Rut sendi mér eftirfarandi uppskrift úr landi rauðvínsins, Frakklandi og ég set þetta hér inn meðan …

Cajun kartöflusalat

Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins, kom glaðhlakkalegur til mín einn morguninn og sagði að þetta væri örugglega eitthvað fyrir mig. Til að færa sönnur á það ákvað ég að búa kartöflusalatið til og viti menn – það er dásamlegt. Uppskriftin – meðlæti fyrir 6-8 8 meðalstórar kartöflur 1 græn paprika 1 súrsuð smágúrka (gherkin) 4 vorlaukar …