Category: Kjötréttir

Geggjaðar villibráðasósur

Villibráðarsósa„mömmusósa“ 4 dl gott villibráðarsoð 1-2 dl rjómi 1 tsk gráðostur 1-2 msk rifsberjahlaup salt og nýmalaður pipar sósujafnari Setjið allt saman í pott, hleypið suðunni upp og þykkið með sósujafnara. Smakkið til með salti og pipar. Hentar vel með villibráð. Villisveppasósa 250 g ferskir blandaðir villisveppir eða 30 g þurrkaðir villisveppir 170 g Flúðasveppir, …

Sætbakaðir lambaskankar (lambaleggir)

Eins og þið vitið sjálfsagt þá var ég svo heppin að vinna 15 kg. af frábæru lambakjöti á FB í desember. Ég er vitaskuld óskaplega þakklát þeim á www.lambakjot.is fyrir að velja mig og ég lofaði að gefa þeim uppskriftir að lambakjöti sem ég elda og heppnast vel. Í kvöld bauð ég uppá sætbakaða lambaskanka …

Lambapottréttur með rótargrænmeti og perlubyggi

Um daginn var ég svo heppin að fá einn lambaskrokk frá henni Hörpu frænku minni. Ég ákvað að úrbeina allt nema lærin og á talsvert af gómsætu lambakjöti í kistunni minni. Í dag kom loksins að því að ég ákvað að elda eitthvað og valdi poka sem innihélt gúllas eða stroganoff bita, ekki endilega bestu …

Pönnusteikt lifur með smjörsteiktum eplum og grænmeti

Ég held að tilraunaeldhús Ingibjargar hafi aldrei náð öðrum eins hæðum og hún náði í dag, já í hádeginu í dag, 1. september. Ég fór í morgun í verulega góðan göngutúr í Salalaugina, synti í um 15 mínútur og gekk síðan heim aftur með smá viðkomu í Krónunni þar sem ég fjárfesti í ýmsu hollu …

Grillað lambafillet með dásemdar salati

Í gærkvöldi hitti ég vinkonur mínar Ástu B. og Dísu í Hárný. Tilgangur hittingsins var að horfa á landsleikinn hjá strákunum en svo gleymdum við okkur við mat og drykk. Ég tók svo fína mynd af matnum á símann minn að ég varð að skrifa niður “uppskriftina” en samt er þetta eiginlega ekki alveg uppskrift. …

Kebablamb

Tilraunaeldhús 11. maí 2013. Fjórar sneiðar af framparti – úrbeinaðar og fitusneiddur Hálfur vorlaukur – sneiddur 3 hvítlauksgeirar – saxaðir smátt 2 sellerístönglar – sneiddir Laukur – sneiddur Brokkólí – brotið niður í bita Tómatur í dós með hvítlauk og óriganó Salt Pipar Kebabkrydd Þessu öllu raðað í eldfast mót í þeirri röð sem er …

Tyrkneskar kjötbollur með spagetti

Ég verð að segja þér frá kvöldmatnum í kvöld. Um daginn fór ég í búð í Síðumúla sem selur vörur frá Tyrklandi og keypti mér Kebab krydd, en ég lærði að meta Kebab í Danmörku fyrir tveimur árum. Ég man ekki hvað búðin heitir en hún er beint á móti Fastus. Hef þó aldrei fundið …

Sterka tómatkjötsúpan

Í dag var komið að tilraunaeldhúsi eftir langa bið. Ég hef reyndar gert nokkrar tilraunir frá því ég setti hér inn tilraunaeldhús síðast en það hefur bara ekki heppnast nægilega vel þannig að ég var ekkert að deila því með ykkur. En tilraunaeldhús kvöldsins var hreinlega dásamlegt! Innihald: Lambakjöt, magurt skorið í litla bita Púrrulaukur …