Category: Greinar

Bimba frænka – minning

Ingibjörg Pétursdóttir, Bimba frænka, var uppáhalds frænka mín af öllum í veröldinni. Það sem ég var montin af því að vera nafna hennar. Hún var fyrirmyndin mín í góðum siðum og ung stúlka dreymdi mig um að ferðast til ókunnra landa og fjarlægra heimsálfa og vera eins og Bimba frænka. Bimba var svo óendanlega fyndin …

Einar Ragnar Sumarliðason – minning

Að sitja hér að morgni útfarardags Einars Sumarliðasonar og reyna að festa hugsanir mínar á blað er nánast ómögulegt. Þau eru nefnilega svo mörg árin þar sem spor okkar Einars lágu saman og Breiðablik var miðpunkturinn okkar. Ég man fyrst eftir Einari í sumarhúsinu sem komið hafði verið niður við gervigrasvöllinn og þjónaði sem félagsheimili …

Minningarorð um Jóhannes Bergsveinsson 1932-2021

Svefneyjar út þig seiddu.Sólin af himni var,og dillandi stjörnur og dularfull tungldönsuðu uppi þar. Sjónhending fram á sundiðsvanhvítur bátur rannmeð útskorið stýri og ísaumað seglog ástfanginn draumamann. Svefneyja til þú sigldir.Sjórinn var spegilgleren dillandi stjörnur og dularfullt tungldönsuðu fyrir þér. Eilífðarbáran undaneyjunum byrgði sig,en fallega stúlkan þín fagnandi beiðí fjörunni og kyssti þig. (Kristinn Pétursson) …

20 ár frá afreki Völu Flosadóttur

Mér finnst tæpt að trúa því að það séu 20 ár liðin frá því að ég sat á kjaftfullum Ólympíuleikvanginum í Sydney á ljúfum vordegi, 25. september árið 2000. Ástralir voru nærri gengnir af göflunum þegar Cathy Freeman vann 400 metra hlaupið í græna geimveru búningnum sínum. Þetta ár lögðum við Brynja Guðjónsdóttir heimsálfur undir …

Dómarinn Stefán Karl

Ég hef aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi annarra knattspyrnuliða en Breiðabliks. Jú Arsenal hefur stundum staðið hjarta mínu nær, þó það félag nálgist ekki þá ástríðu sem ég hef fyrir Blikunum. En maður verður víst að halda með einhverju liðið í Englandi og þar valdi ég Arsenal. Þeir byrja a.m.k. hvert tímabil á toppnum. Hér …

Atli Heiðar Þórsson – Minning

Farðu í friði góði vinur þér fylgir hugsun góð og hlý. Sama hvað á okkur dynur aftur hittumst við á ný. (Magnús Eiríksson)  Atli Þórsson var vinur minn. Hann var vandaður maður og fór ekki í manngreinarálit. Hann var ekki maður margra orða þó hann hafi sannarlega haft skarpar og skýrar skoðanir á hlutunum og …