Category: Greinar

Gulli málari – minning

Þá er hann Gulli málari farinn á vit Ásu sinnar. Gulla finnst mér ég hafi þekkt alla tíð. Hann var jú pabbi hennar Ástu B. vinkonu minnar og Óskars bróður hennar. Gulli bjó samt ekki með þeim systkinum á Álfhólsveginum þar sem við Ásta og Óskar vorum nágrannar. Hann var engu að síður alltaf nálægur. Mætti á alla fótboltaleiki sem Ásta spilaði og háa röddin hans fór ekki framhjá neinum sem fylgdist með.

Hinrik Pétursson Lárusson 1932-2023

Þau voru þung sporin þegar við systkinin fylgdum pabba síðasta spölinn, en þó var okkur létt. Óminnið sem hann hafði barist við síðustu misseri og versnandi heilsa var orðið óbærilegt, bæði fyrir Hinnar Lár og okkur sem stóðum honum næst. Hinni Lár var stór maður á svo margan hátt, hann var það kannski ekki í …

Í kirkjugarði – Steinn og Mannakorn

Ég var að fletta í gegnum Facebook og þá rifjaðist upp færsla frá því fyrir 11 árum, 31. ágúst 2012. Hlusta í mikilli auðmýkt á lag Mannakorna við texta Steins Steinars: Í kirkjugarði Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu lukuí þagnar brag.Ég minnist tveggja handa, er hár mitt strukueinn horfinn dag. Ó, guðir, þér, sem …

Bimba frænka – minning

Ingibjörg Pétursdóttir, Bimba frænka, var uppáhalds frænka mín af öllum í veröldinni. Það sem ég var montin af því að vera nafna hennar. Hún var fyrirmyndin mín í góðum siðum og ung stúlka dreymdi mig um að ferðast til ókunnra landa og fjarlægra heimsálfa og vera eins og Bimba frænka. Bimba var svo óendanlega fyndin …

Einar Ragnar Sumarliðason – minning

Að sitja hér að morgni útfarardags Einars Sumarliðasonar og reyna að festa hugsanir mínar á blað er nánast ómögulegt. Þau eru nefnilega svo mörg árin þar sem spor okkar Einars lágu saman og Breiðablik var miðpunkturinn okkar. Ég man fyrst eftir Einari í sumarhúsinu sem komið hafði verið niður við gervigrasvöllinn og þjónaði sem félagsheimili …

20 ár frá afreki Völu Flosadóttur

Mér finnst tæpt að trúa því að það séu 20 ár liðin frá því að ég sat á kjaftfullum Ólympíuleikvanginum í Sydney á ljúfum vordegi, 25. september árið 2000. Ástralir voru nærri gengnir af göflunum þegar Cathy Freeman vann 400 metra hlaupið í græna geimveru búningnum sínum. Þetta ár lögðum við Brynja Guðjónsdóttir heimsálfur undir …

Dómarinn Stefán Karl

Ég hef aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi annarra knattspyrnuliða en Breiðabliks. Jú Arsenal hefur stundum staðið hjarta mínu nær, þó það félag nálgist ekki þá ástríðu sem ég hef fyrir Blikunum. En maður verður víst að halda með einhverju liðið í Englandi og þar valdi ég Arsenal. Þeir byrja a.m.k. hvert tímabil á toppnum. Hér …