Gulli málari – minning
Þá er hann Gulli málari farinn á vit Ásu sinnar. Gulla finnst mér ég hafi þekkt alla tíð. Hann var jú pabbi hennar Ástu B. vinkonu minnar og Óskars bróður hennar. Gulli bjó samt ekki með þeim systkinum á Álfhólsveginum þar sem við Ásta og Óskar vorum nágrannar. Hann var engu að síður alltaf nálægur. Mætti á alla fótboltaleiki sem Ásta spilaði og háa röddin hans fór ekki framhjá neinum sem fylgdist með.