Paprikukjúklingasalat

Síðasta fimmtudag kom Sigrún systir í heimsókn og ég bauð henni að sjálfsögðu uppá tilraunaeldhús. Að þessu sinni var hollustan framarlega á lista hjá mér og gerði ég kjúklingasalat þar sem paprika var í aðalhlutverki.

Þannig er að við systur erum tiltölulega nýkomnar úr ferð til Búdapest þar sem ég keypti eðal paprikukrydd. Ég ákvað að prufa að nota það í nýjasta tilraunaeldhúsið.

Uppskrift fyrir 2-3

3 kjúklingabringur skornar í mátulega bita
1/3 poki rúkólasalat
1/3 lambhagasalat (ca 6 blöð) skorin smátt
4 meðalstórir konfekttómatar
1/2 askja bláber
1/2 rauð paprika skorin í bita
1 tsk paprikuduft frá Búdapest
1 tsk hvítlaukssalt
2-3 msk Isio 4 olía
Góð ólífuolía

Ég lét kjúlinginn marinerast í kryddinu (papriku og hvítlauk) og setti Isio4 olíuna þar með – þetta steikti ég svo á heitri þurri pönnu (enda næg olía í marineringunni) Salatinu blandaði ég saman og hellti svo kjúklingnum ofaná. Ólífuolían var síðan sett á salatið eftir smekk hvers og eins.

Hér er kjúklingasalatið ásamt kartöflusalatinu sem má finna hér annarsstaðar á síðunni.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu