Ættartengsl

Eftir því sem árin hafa læðst aftan að mér hefur áhugi minn á ættfræði aukist. Það má kannski segja að það sé eðlilegt framhald af áhuga mínum á sagnfræði og samfélagsmálum að þekkja uppruna minn og fjölskyldutengsl.

Þessum áhuga deili ég kannski ekki með mörgum úr systkinahópnum mínum en hins vegar hafa margir mér tengdir mikinn áhuga á ættfræði. Má þar nefna fremsta meðal jafningja föðursystur mína Sigrúnu Jónu Lárusdóttur. Hún, ásamt Stellu frænku minni Stefánsdóttur á Akureyri, tóku sig til fyrir um tveimur áratugum síðan og efndu til fyrsta ættarmóts föðurfjölskyldunnar sem þótti einstaklega vel heppnað og skemmtilegt.

Hér að neðan koma upplýsingar um föðurfjölskyldu mína og móðurfjölskyldu. Ættartal og niðja.

Föðurfjölskyldan (Hinrik Lárusson)

Móðurfjölskyldan (Ingibjörg Sigurðardóttir)

 

 

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu