Category: Annað

Hrákaka a la Ingibjörg

Í kvöld skellti ég í hráköku og notaði aðeins það sem ég átti þegar í eldhúsinu. Þetta varð því tilraunahrákaka og þér að segja þá er hún bara ljómandi góð. Innihaldið er: banana döðlur möndlur kókosolíu saxaðar möndlur kókoshveiti rúsínur lífrænt súkkulaði suðusúkkulaði Ég tók banana, döðlur, möndlur og kókosolíu og hrærði saman í blandara …

Hrákaka frá himnaríki

Í dag lagði ég í hrákökusmíð.  Ekki á hverjum degi sem ég geri það en í dag var greinilega rétti dagurinn enda hundleiðinlegt veður úti og ekkert skemmtilegra að gera en þetta. Ég byrjaði á því að gera botninn en í hann fór eftirfarandi hráefni: möndlur döðlur vanilla Þessu mixaði ég saman í matvinnsluvél þar …

Hrökkbrauð

25 gr. ger 50 ml. öl 25 gr. hunang 200 gr. súrmjólk 150 gr. rúgmjöl 125 gr. hveitiklíð 15 gr. salt 300 gr. hveiti Hniðað í 10 mínútur og látið standa í kæli í 5 klst. Flatt í pastavél. Steikt á pönnu og bakað við 180°C í ca. 6 mínútur.  

Spírað morgunkorn

Undanfarið hef ég ekki getað dásamað nóg námskeiðin hjá sprotafyrirtækinu Fyrirmig (http://fyrirmig.com). Þar hef ég lært ýmislegt um hollustu og þá aðallega hráfæði sem byggir m.a. á því að neyta þess sem kallað er „ofurfæða“ í mun meira mæli en ég hef gert áður. Eitt af því sem kallað hefur verið ofurfæða eru allskonar spíruð …

Hrákexið mitt úr græna hratinu

Ég er æ oftar farin að búa mér til grænan hollustudrykk sem ég tek með mér í vinnuna á morgnana og sötra yfir daginn. Á einu af dásemdarnámskeiðunum sem ég fór á hjá www.fyrirmig.com sýndi Jóna Rut okkur hvernig ætti að búa til hrákex úr hrati. Við fengum ekki uppskrift en grunnurinn var hratið úr …

Dásemdar „hollustu“ konfektið mitt

  Í gærkvöldi bjó ég til himneskt sælgæti. Öll innihaldsefni voru úr hollustuhillunum í búðinni, flest frá Himneskri hollustu. Black green súkkulaði rjómasúkkulaði – má líka vera önnur tegund Kókosolía ca. 1 og 1/2 matskeið í hverja 100 gr. plötu af súkkulaði Gojiber Salthnetur Rúsínur Ristuð sólkjarnafræ Haframjöl – glútenlaust Kókospálmasykur – ca 2 teskeiðar …

Krydd hrísgrjón

Basmati hrísgrjón (500 gr.) Laukur (smátt skorinn) Smjör (væn klípa) 8 cloves (negulnaglar) 4 kardimommur 1 kanilstöng 2 lárviðarlauf Saffran þræðir 650 ml heitt kjúklingasoð Þvo hrísgrjónin vel í köldu vatni og leyfa þeim að liggja í vatni í um 30 mínútur. Steikja laukinn í smjöri í um 5 mínútur þar til mjúkur. Bæta við …

Spínatdýfa Siffu

Sigfríður vinkona mín bauð uppá þessa geggjuðu dýfu í afmælisveislunni sinni þann 7. desember sl. Ég varð að sníkja uppskrift og hér er hún! 1 poki ferskt spínat, saxað (ekki maukað) 1 ds. vatnshnetur, saxaðar 1 ds. sýrður rjómi (18%) majónes, smá sletta púrrulaukssúpa 1/2 pakki jafnvel meira. Öllu blandað saman og borið fram með …

Pinnamatur

Kryddlegnir sveppir 750 g ferskir sveppir (veljið litla) 5 dl. ólífuolía ¾ dl. sítrónusafi 4 hvítlauksríf, prssuð 1 tsk. sykur 1 rauður chili pipar, smátt saxaður 1 græn chili pipar, smátt saxaður 2 msk. fersk koríader, saxað ½ tsk. mulinn, svartur pipar ½ tsk. salt Hreinsið sveppirnir og þerrið með klút eða eldhúspappír og leggið …

Kókosís með appelsínusósu

  4 eggjarauður 1 egg 80 g sykur ½ l rjómi, þeyttur ½ dl kókosmjólk ½ dl kókoslíkjör 1 dl ristað kókosmjöl Þurristið kókosmjölið í smástund á heitri pönnu, takið af pönnunni og kælið. Þeytið saman eggjarauður, egg, sykur. Hrærið blönduna varlega saman við þeytta rjómann ásamt kókosmjólkinni og kókoslíkjörnum. Hellið í form og frystið. …