Category: Uppskriftir

Svandísarvín

Vinnufélagi minn til áratuga hefur um árabil bruggað hið dásamlegasta rifsberjavín og oftar en ekki fært mér eina flösku fyrir jólin. Mér tókst loksins að ná af henni uppskriftinni enda líður að starfslokum hjá okkur báðum. Uppskriftin er svohljóðandi: Mér finnst best að nota gin en sumir nota vodka. Held að það komi meira áfengisbragð …

Geggjaðar villibráðasósur

Villibráðarsósa„mömmusósa“ 4 dl gott villibráðarsoð 1-2 dl rjómi 1 tsk gráðostur 1-2 msk rifsberjahlaup salt og nýmalaður pipar sósujafnari Setjið allt saman í pott, hleypið suðunni upp og þykkið með sósujafnara. Smakkið til með salti og pipar. Hentar vel með villibráð. Villisveppasósa 250 g ferskir blandaðir villisveppir eða 30 g þurrkaðir villisveppir 170 g Flúðasveppir, …

Vel sterk austurlensk kjúklinganúðlusúpa

Einn af mínum uppáhalds veitingastöðum er Noodle Station sem var á Skólavörðustíg en er núna kominn á Laugaveg auk þess að vera í Hafnarfirði. Þar fæ ég mér jafnan kjúklingasúpuna þeirra og er alltaf pínulítið sorgmædd þegar ég er búin úr skálinni, þetta er svo gott! Í margar vikur hef ég hugsað um að útbúa …

Fiskisúpa sem kengur er í

Loksins fann ég uppá því að skella í tilraunaeldhús. Að þessu sinni átti ég bita af ljómandi fínum þorskhnakka, skrapp í búðina og keypti nokkra hluti sem mér finnst ómissandi að eiga í ísskápnum, lauk, gulrætur og sellerí. Þessir þrír hlutir eru ljómandi góður grunnur í allskonar súpur og pottrétti og ég ákvað að skella …

Bleikju sashimi

Síðustu ár hafa bragðlaukarnir mínir farið að kunna að meta sushi og sashimi. Fyrst og síðast ber að þakka það Hinna frænda mínum, stórkokki og snillingi. Hann var duglegur að búa til sushi handa mér sem var 100% án skelfisks og þegar ég komst uppá bragðið varð ég óstöðvandi. En seinna meir hefur sashimi komið …

Hrákaka a la Ingibjörg

Í kvöld skellti ég í hráköku og notaði aðeins það sem ég átti þegar í eldhúsinu. Þetta varð því tilraunahrákaka og þér að segja þá er hún bara ljómandi góð. Innihaldið er: banana döðlur möndlur kókosolíu saxaðar möndlur kókoshveiti rúsínur lífrænt súkkulaði suðusúkkulaði Ég tók banana, döðlur, möndlur og kókosolíu og hrærði saman í blandara …

Kjúklingur í rauðu karrý

Ja hérna hér – er hægt að toppa sjálfa sig aftur og aftur? – Já, ef þú ert óhrædd við að prufa þig áfram og láta reyna á innsæið í eldamennskunni 🙂 Já ég toppaði sjálfa mig í kvöld þegar ég skellti í tilraunaeldhús og gerði mér rétt sem ég kalla Kjúkling í rauðu karrý. …