Spádómarnir

Spádómar Dollýjar (Dulfríðar Jósefínu Hansdóttur) frá árinu 2007.

Hver er Dollý dulræna?

Dollý dulræna, er Dulfríður Jósefína Hansdóttir, fyrrum fiskverkakona frá Vestfjörðum. Hún segir sjálf að hún hafi fyrir mistök flust suður á mölina en mig grunar að hún hafi sofnað um borð í togara þegar hún var að sinna þar mikilvægum erindum.

Dollý er ákaflega ljúf kona á óræðum aldri, dálítið hrjúf við fyrstu kynni en algjört ljúfmenni innvið bein. Hún segir hlutina hreint út og kemur til dyranna eins og hún er klædd, í bókstaflegri merkingu.

 


Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu