Uppskriftir

Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að elda mat. Það sést nú svo sem líka á mér að mér leiðist ekki heldur að borða. Hér mun ég safna saman ýmsum réttum sem ég hef eldað á einum tíma eða öðrum og þótt góðir.

Eins og gefur að skilja þá munu ekki verða hér margir réttir þar sem skelfiskur er í fyrirrúmi, enda er ég með ofnæmi fyrir þeim ágæta mat, en ég útiloka þó ekki að hingað inn kunni að læðast réttir þar sem skelfiskur er meðal innihaldsefnanna. Þar mun ég treysta á bragðskyn þeirra sem standa mér næst.

Hér til hægri er hægt að velja ýmsa flokka uppskrifta og verður bætt í það hægt og hljótt, jafnt og þétt.

Njótið góðu vinir og verði ykkur að góðu.

Smjörsteiktur þorskur

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu