Category: Saumaklúbbsréttir

Parmessan- og sítrónukjúklingur

Hráefni: ½ bolli hveiti¾ bolli parmesan, rifinn1 tsk. hvítlaukskryddbörkur af ½ sítrónusalt og pipar3 kjúklingabringur2 msk. ólífuolía1 msk. smjör2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir2 bollar spínat1 bolli rjómi2/3 bolli kjúklingasoð1 sítróna¼ bolli ferskt basil, skorið þunnt Aðferð: Blandið hveiti, ¼ bolla af parmesan, hvítlaukskryddi og sítrónuberki saman í djúpum disk. Saltið og piprið og blandið saman. Dýfið …

Kjúlli í hvítvíni

Ja hérna hér – ég sem hélt að það væri ekki hægt að toppa bragðgæðin og einfaldleikann, en jú – vinur minn, Bjarni Viðar Sigurðsson keramiker, sýndi mér fram á annað! Ég átti von á góðum gestum í mat í kvöld og hafði tekið kjúklingabringur úr frystinum í morgun. En ég átti stutt stefnumót við …

Lambapottréttur með rótargrænmeti og perlubyggi

Um daginn var ég svo heppin að fá einn lambaskrokk frá henni Hörpu frænku minni. Ég ákvað að úrbeina allt nema lærin og á talsvert af gómsætu lambakjöti í kistunni minni. Í dag kom loksins að því að ég ákvað að elda eitthvað og valdi poka sem innihélt gúllas eða stroganoff bita, ekki endilega bestu …

Satay kjúklingasalat

Eftir vel heppnað tilraunaeldhús í gærkvöldi ætlaði ég ekki að leggja í annað enda hafði ég boðið pabba gamla í mat og þá er nú betra að vera ekki með neina tilraunastarfsemi. En svo hugsaði ég með sjálfri mér, ‘af hverju sýni ég honum ekki hvað það er sem ég hef verið að bæta inní …

Fyllt paprika með austurlensku ívafi

Á föstudag var mér boðið í aldeilis indælt boð heima hjá húsfrú Guðríði. Þar bauð hún m.a. uppá fyllta papriku sem mér þótti svo ómótstæðilega góð að ég varð að gera þennan rétt aftur hér heima hjá mér í kvöld (sunnudag). Það þarf eftirfarandi í paprikurnar: grænar paprikur kjúklingur (hakkaðan eða fínt skorinn) epli (sem …

Spínatdýfa Siffu

Sigfríður vinkona mín bauð uppá þessa geggjuðu dýfu í afmælisveislunni sinni þann 7. desember sl. Ég varð að sníkja uppskrift og hér er hún! 1 poki ferskt spínat, saxað (ekki maukað) 1 ds. vatnshnetur, saxaðar 1 ds. sýrður rjómi (18%) majónes, smá sletta púrrulaukssúpa 1/2 pakki jafnvel meira. Öllu blandað saman og borið fram með …

Kjúklingasalat Hinna frænda

Hinni frændi minn er listakokkur. Í tilefni af afmæli mínu í desember bað ég hann um uppskrift að einhverju einföldu og góðu sem ég gæti boðið vinnufélögum mínum uppá í hádegi afmælisdagsins. Hann lagði til kjúklingasalat sem svo sannarlega féll í góðan jarðveg. Sósan/dressingin sem er sett á salatið er æði gæði. Í salatið þarf: …

Tómatsúpa með smálúðubitum og piparrótarrjóma

Nú kann einhver að spyrja, hvers vegana að birta hér uppskrift að súpu með lúðubitum? Lúðuveiði er jú bönnuð! Í raun má nota hvaða fisk sem er í þessa súpu en höfundurinn, Rúnar Marvinsson, kallaði súpuna þetta og mér dettur ekki í hug að breyta heitinu þó lúðuveiði sé nú bönnuð. Innihald: 400 gr. niðursoðnir …

Næstum því endalaus hollusta

Já er ekki rétt að kalla kjúklingasalatið sem ég bjó til í kvöld “Næstum því endalaus hollusta” Ég gerði nú bara einn skammt handa mér og notaði í það: Handfylli af salatblöndu, 3 kokteiltómatar, skornir í fernt 1/3 rauðlaukur, sneiddur 1/2 avókadó, það var frekar lítið og ég skar það niður í strimla 4 sólþurrkaðir …