Category: Fjölskyldan

Bimba frænka – minning

Ingibjörg Pétursdóttir, Bimba frænka, var uppáhalds frænka mín af öllum í veröldinni. Það sem ég var montin af því að vera nafna hennar. Hún var fyrirmyndin mín í góðum siðum og ung stúlka dreymdi mig um að ferðast til ókunnra landa og fjarlægra heimsálfa og vera eins og Bimba frænka. Bimba var svo óendanlega fyndin …

Konráð Kristinsson – minning

Að eiga vin er vandmeðfarið, að eiga vin er dýrmæt gjöf. Vin, sem hlustar, huggar, styður, hughreystir og gefur von. Vin sem biður bænir þínar, brosandi þér gefur ráð. Eflir þig í hversdagsleika til að drýgja nýja dáð. (Ingibjörg Sigurðardóttir)   Ljóðlínurnar hér að ofan gætu allt eins hafa verið samdar um okkur Konráð Ó. …

Drottningin mín – mamma

Elsku mamma mín kvaddi þennan heim að morgni þriðjudagsins 12. febrúar. Hún hafði átt við erfið veikindi að stríða um nokkurra ára skeið sem þjökuðu hana bæði líkamlega og andlega. En alltaf var samt stutt í brosið, alltaf var hún blíð og alltaf jákvæð. Sem barn og unglingur tekur maður foreldrum sínum sem sjálfsögðum hlut, …