Category: Minningargreinar

Hinrik Pétursson Lárusson 1932-2023

Þau voru þung sporin þegar við systkinin fylgdum pabba síðasta spölinn, en þó var okkur létt. Óminnið sem hann hafði barist við síðustu misseri og versnandi heilsa var orðið óbærilegt, bæði fyrir Hinnar Lár og okkur sem stóðum honum næst. Hinni Lár var stór maður á svo margan hátt, hann var það kannski ekki í …

Bimba frænka – minning

Ingibjörg Pétursdóttir, Bimba frænka, var uppáhalds frænka mín af öllum í veröldinni. Það sem ég var montin af því að vera nafna hennar. Hún var fyrirmyndin mín í góðum siðum og ung stúlka dreymdi mig um að ferðast til ókunnra landa og fjarlægra heimsálfa og vera eins og Bimba frænka. Bimba var svo óendanlega fyndin …

Einar Ragnar Sumarliðason – minning

Að sitja hér að morgni útfarardags Einars Sumarliðasonar og reyna að festa hugsanir mínar á blað er nánast ómögulegt. Þau eru nefnilega svo mörg árin þar sem spor okkar Einars lágu saman og Breiðablik var miðpunkturinn okkar. Ég man fyrst eftir Einari í sumarhúsinu sem komið hafði verið niður við gervigrasvöllinn og þjónaði sem félagsheimili …

Minningarorð um Jóhannes Bergsveinsson 1932-2021

Svefneyjar út þig seiddu.Sólin af himni var,og dillandi stjörnur og dularfull tungldönsuðu uppi þar. Sjónhending fram á sundiðsvanhvítur bátur rannmeð útskorið stýri og ísaumað seglog ástfanginn draumamann. Svefneyja til þú sigldir.Sjórinn var spegilgleren dillandi stjörnur og dularfullt tungldönsuðu fyrir þér. Eilífðarbáran undaneyjunum byrgði sig,en fallega stúlkan þín fagnandi beiðí fjörunni og kyssti þig. (Kristinn Pétursson) …

Dómarinn Stefán Karl

Ég hef aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi annarra knattspyrnuliða en Breiðabliks. Jú Arsenal hefur stundum staðið hjarta mínu nær, þó það félag nálgist ekki þá ástríðu sem ég hef fyrir Blikunum. En maður verður víst að halda með einhverju liðið í Englandi og þar valdi ég Arsenal. Þeir byrja a.m.k. hvert tímabil á toppnum. Hér …

Atli Heiðar Þórsson – Minning

Farðu í friði góði vinur þér fylgir hugsun góð og hlý. Sama hvað á okkur dynur aftur hittumst við á ný. (Magnús Eiríksson)  Atli Þórsson var vinur minn. Hann var vandaður maður og fór ekki í manngreinarálit. Hann var ekki maður margra orða þó hann hafi sannarlega haft skarpar og skýrar skoðanir á hlutunum og …

Í minningu vinar – Friðjón Fannar Hermannsson

Í hverfulleika lífsins, hvergi finn ég skjól hamingjan er ekki öllum gefin. Því hugsa ég um ljósið er leggst ég í mitt ból hvort lýsi það að morgni, þar er efinn. Í dag fékk ég fréttir af óvæntu fráfalli vinar míns Friðjóns Fannars Hermannssonar. Hann var einn af strákunum mínum í Ekkó. Fjörmikill drengur, stuttur …

Var Valdi galdramaður?

Valdi gamli vallarvörður var í hugum margra okkar krakkanna sem stunduðum það að hanga á Vallargerðisvelli galdramaður. Hann kunni allt og gat allt, og hann var strangur – en samt bara mátulega. Við reyndum auðvitað, eins og krakka er von, að ganga aðeins lengra en hann leyfði, en mörkin voru skýr í hans huga og …

Ólafur E. Rafnsson – In Memoriam

Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ, var borinn til grafar í dag. Við Óli þekktumst ekki mikið en hann var maðurinn hennar Gerðar, vinkonu minnar og skólasystur. Óli hafði einstaka nærveru og þá sjaldan við hittumst var alltaf eins og við þekktumst vel og værum bestu vinir. Óli var líka mannvinur af bestu gerð og það …

Drottningin mín – mamma

Elsku mamma mín kvaddi þennan heim að morgni þriðjudagsins 12. febrúar. Hún hafði átt við erfið veikindi að stríða um nokkurra ára skeið sem þjökuðu hana bæði líkamlega og andlega. En alltaf var samt stutt í brosið, alltaf var hún blíð og alltaf jákvæð. Sem barn og unglingur tekur maður foreldrum sínum sem sjálfsögðum hlut, …