Kjúklingasalat Hinna frænda

Hinni frændi minn er listakokkur. Í tilefni af afmæli mínu í desember bað ég hann um uppskrift að einhverju einföldu og góðu sem ég gæti boðið vinnufélögum mínum uppá í hádegi afmælisdagsins. Hann lagði til kjúklingasalat sem svo sannarlega féll í góðan jarðveg. Sósan/dressingin sem er sett á salatið er æði gæði.

Í salatið þarf:

  • kjúkling
  • ísberg salat
  • klettasalat
  • beikon
  • tortillur
  • paprikku
  • tómata
  • agúrku
  • jalapeno (1 dós)
  • engifer
  • hvítlaukur (kínverskur)
  • hunang
  • olía
  • dijon sinnep
  • bríe ostur

Þetta er allt (nema tortillurnar) brytjað í hæfilega bita og sett í skál.

Í sósuna þarf:

  • steinselju
  • 100 gr. jalapeno (með safa) þetta er ca. 1/2 dós
  • 2 cm engifer
  • 2 msk. dijon sinnep
  • 100 gr. hunang
  • 1 hvítlaukur (þessi með rauðu röndunum)
  • 500 ml. olía
  • salt

Þegar maður býr til sósuna þá er allt sett í blandarann nema olían. Mixað saman og svo olíunni hellt rólega saman við. Gættu þess að sósan skilji sig ekki.

Blandaðu hæfilegu magni af sósunni saman við salatið, ekki of mikið, bara rétt til að fóðra salatið. Borið fram með tortillum sem hafa verið muldar ofaná.

 

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu