Grænmetisréttur Rutar

Við Rut Steinsen deilum áhuga á grænmetisréttum af ýmsu tagi. Það verður þó að viðurkennast að aðdáun hennar á þessari tegund matar er mun þroskaðri en mín, en með góðri aðstoð frá henni er ég öll að koma til.

Rut sendi mér eftirfarandi uppskrift úr landi rauðvínsins, Frakklandi og ég set þetta hér inn meðan ég maula Snickers :-).

Innihald:

 • ólífuolía
 • 2 laukar
 • 3 hvítlauksgeirar, pressaðir
 • 1 eggaldin
 • 1 kúrbítur
 • 3 tómatar
 • 1 rauð paprika
 • salt
 • pipar
 • timjan (sem ég sleppi)
 • parmenssan ostur

Dash af ólífuolíu á pönnu og svo steikja 2 lauka (þangað til þeir verða glærir) bæta við 3 pressuðum hvítlauksgeirum á pönnuna og steikja í svona 2 mín í viðbót, skellið þessu svo í eldfast mót. Næst sker maður 1 eggaldin, 1 zucchini, 3 tómata og 1 rauða papriku í sneiðar og raðar svo til skiptis í svona röð, alltaf eitt af hverju þangað til að maður er búinn að raða fram og tilbaka í forminu og allt grænmetið búið. Dreifa svo ólífuolíu ofan á allt og krydda vel með salti, pipar og Timian. Skellið þessu í ofn (covera með álpappír) á háan hita (ég var með 300 gráður) í 35 mín, svo taka álpappírinn af og dreifa parmesan osti yfir og aftur inn í ofn þar til hann verður brúnlitur og fallegur (ca. 10-15 mín á aðeins lægri hita). Þá er þetta komið, bon appetit!

Auðvelt og einstaklega gott!

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu