Category: Fuglakjöt

Kjúklingur með Marókkósku ívafi – held ég!

Tilraunaeldhúsið í kvöld, 29. janúar, var heldur betur gott! Reyndar alveg æðislegt. Eins og venjulega segi ég ekkert til um hlutföll, það verður hver og einn að finna út fyrir sig sjálfur en það sem ég notaði var: kjúklingabringa, skorin í munnbita hvítlaukur, skorinn smátt (ég nota þessa rauðu í tágarkörfunum) laukur, skorinn í báta, …

Fyllt paprika með austurlensku ívafi

Á föstudag var mér boðið í aldeilis indælt boð heima hjá húsfrú Guðríði. Þar bauð hún m.a. uppá fyllta papriku sem mér þótti svo ómótstæðilega góð að ég varð að gera þennan rétt aftur hér heima hjá mér í kvöld (sunnudag). Það þarf eftirfarandi í paprikurnar: grænar paprikur kjúklingur (hakkaðan eða fínt skorinn) epli (sem …

Kjúklingasalat Hinna frænda

Hinni frændi minn er listakokkur. Í tilefni af afmæli mínu í desember bað ég hann um uppskrift að einhverju einföldu og góðu sem ég gæti boðið vinnufélögum mínum uppá í hádegi afmælisdagsins. Hann lagði til kjúklingasalat sem svo sannarlega féll í góðan jarðveg. Sósan/dressingin sem er sett á salatið er æði gæði. Í salatið þarf: …

Næstum því endalaus hollusta

Já er ekki rétt að kalla kjúklingasalatið sem ég bjó til í kvöld “Næstum því endalaus hollusta” Ég gerði nú bara einn skammt handa mér og notaði í það: Handfylli af salatblöndu, 3 kokteiltómatar, skornir í fernt 1/3 rauðlaukur, sneiddur 1/2 avókadó, það var frekar lítið og ég skar það niður í strimla 4 sólþurrkaðir …

Kjúklingalundir í raspi

Kjúklingalundir í raspi, bakaðar í ofni með Ljúflingi og chilisultu. Þriðjudagur 3. janúar 2012 Kjúklingalundir Egg Raspur Olía Ljúflingur (ostur frá Kú) Chilisulta Krydd (salt, pipar og hvítlaukskrydd) Hrísgrjón (kryddhrísgrjón) Ég átti nokkrar kjúklingalundir í frystinum, þegar ég kom heim kl. 16.30 afþýddi ég þrjár lundir, skar hverja þeirra í þrjá hluta, baðaði þær uppúr …

Hið ómótstæðilega salat Maggie Monroe

Kjúklingalundir – hvítlaukur (2 rif, marin eða skorin) – Salt, pipar, hvítlaukskrydd – steikt á pönnu. Spínat, klettasalat, græn melóna (appelsínugul að innan), paprika (rauð – græn), gul epli, pera, rauðlaukur, fetaostur í olíu, furuhnetur, skinka, agúrka, avacado. Allt grænmeti og ávextir brytjað smátt í skál. Kjúklingurinn kældur og settur útí salatið. Bon appetit ! …

Mexíkósúpa

Fyrir 8 – 10 3-4 laukar 6 hvítlauksrif smá vatn og látið malla saman í 10 mínútur 2 rauðar paprikur – gróft brytjaðar 1 chilli rautt – má sleppa 2 dósir niðursoðnir tómatar 2 dósir vatn – látið mig vita þegar þið finnið vatn á dósum!!!!    nei djók, notið dósina undan tómötunum 1 krukka salsasósa, …

Dr. Sveinbjörn

Fyrir 4 Efni: 4-6 vænar kjúklingabringur (karlar í mat = fleiri bringur) 1 ds. Sweet Mango Chutney ½ ltr. matvinnslurjómi Hrísgrjón Ólífuolía Karrý Salt Pipar Eldunaraðferð: Byrjið á því að setja botnfylli af ólífuolíu á pönnu. Hitið pönnuna nokkuð, þó ekki þannig að það snarki í olíunni. Setjið karrý á pönnuna og blandið henni  við …

Óskastundar kjúklingaréttur

Kjúklingabringur eða 2 heilir rifnir niður (eftir fjölda) Iceberg salat – eftir smekk, hálfur til heill haus 4-5 tómatar 1-2 rauð, gul eða orange paprika, skorin í bita ½ eða 1 agúrka, skorin í bita 1 dós ananas, niðurskorinn 2 bóndabrie Sósa Majones – 1 lítið box Sýrður rjómi – 2 box Sætt sinnep – …