Dr. Sveinbjörn

Fyrir 4
Efni:
4-6 vænar kjúklingabringur (karlar í mat = fleiri bringur)
1 ds. Sweet Mango Chutney
½ ltr. matvinnslurjómi
Hrísgrjón
Ólífuolía
Karrý
Salt
Pipar

Eldunaraðferð:
Byrjið á því að setja botnfylli af ólífuolíu á pönnu. Hitið pönnuna nokkuð, þó ekki þannig að það snarki í olíunni. Setjið karrý á pönnuna og blandið henni  við olíuna. Setjið bringurnar á pönnuna og steikið þannig að þær brúnist báðu megin. Ekki fullsteikja bringurnar á pönnunni því þær eiga eftir að fara inní ofn. Kryddið með salti og pipar, en jafngott getur verið að bera kryddið fram sér þegar bringurnar eru snæddar þannig að hver kryddi eftir sínum eigin smekk.

Takið bringurnar af pönnunni og setjið í eldfast mót. Hellið matvinnslurjómanum á heita pönnuna og látið suðuna koma upp. Setjið eina matskeið af Sweet Mango Chutney á hverja bringu (jafnvel aðeins meira en það).  Hellið því næst af pönnunni yfir bringurnar í eldfasta mótinu og setjið inní 175°C heitan ofn.

Það fer dálítið eftir stærð kjúklingsins og eldunartíma á pönnunni hversu lengi bringurnar þurfa að vera í ofninum en 15 mínútur eru nærri lagi á meðalstórum og meðalsteiktum bringum.  Það gerir lítið til að skera aðeins í bringurnar til að sjá hvort þær séu fullsteiktar eftir ca. 10 mínútur.

Berið fram með hrísgrjónum og salati.

Ferskt salat, t.d. lambhagasalat með tómötum, vínberjum, jarðaberjum, rauðlauk og fetaosti fer ákaflega vel með þessum rétti.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu