Category: Uppskriftir

Saltfiskur frá Apótekinu

Tipphópurinn Til Sigurs hittist heima hjá Ástu B (hvar annarsstaðar) eitthvert skiptið og gladdist saman (ekki þó yfir góðum árangri í tippinu – engin ástæða hafði gefist til þess) og bar húsfreyjan með dyggri aðstoð Sigfríðar fram þennan líka dýrindis saltfiskrétt. Hann lifir svo í minningunni að mér fannst tilvalið að fá uppskriftina hjá Siffu …

Kjúklingur með Marókkósku ívafi – held ég!

Tilraunaeldhúsið í kvöld, 29. janúar, var heldur betur gott! Reyndar alveg æðislegt. Eins og venjulega segi ég ekkert til um hlutföll, það verður hver og einn að finna út fyrir sig sjálfur en það sem ég notaði var: kjúklingabringa, skorin í munnbita hvítlaukur, skorinn smátt (ég nota þessa rauðu í tágarkörfunum) laukur, skorinn í báta, …

Fyllt paprika með austurlensku ívafi

Á föstudag var mér boðið í aldeilis indælt boð heima hjá húsfrú Guðríði. Þar bauð hún m.a. uppá fyllta papriku sem mér þótti svo ómótstæðilega góð að ég varð að gera þennan rétt aftur hér heima hjá mér í kvöld (sunnudag). Það þarf eftirfarandi í paprikurnar: grænar paprikur kjúklingur (hakkaðan eða fínt skorinn) epli (sem …

Dýrðarinnar kjúklingasúpa

Ég skellti í eitt tilraunaeldhús í kvöld og það reyndist ekki af verri endanum og örugglega alveg bráðhollt. Það eina sem ég hafði gert áður en ég lagði af stað í tilraunaeldhúsið var að taka nokkrar kjúklingalundir út úr frysti, svo opnaði ég skápana hjá mér og úr varð þessi líka dýrðarinnar kjúklingasúpa. Innihald: kjúklingalundir …

Spínatdýfa Siffu

Sigfríður vinkona mín bauð uppá þessa geggjuðu dýfu í afmælisveislunni sinni þann 7. desember sl. Ég varð að sníkja uppskrift og hér er hún! 1 poki ferskt spínat, saxað (ekki maukað) 1 ds. vatnshnetur, saxaðar 1 ds. sýrður rjómi (18%) majónes, smá sletta púrrulaukssúpa 1/2 pakki jafnvel meira. Öllu blandað saman og borið fram með …

Kjúklingasalat Hinna frænda

Hinni frændi minn er listakokkur. Í tilefni af afmæli mínu í desember bað ég hann um uppskrift að einhverju einföldu og góðu sem ég gæti boðið vinnufélögum mínum uppá í hádegi afmælisdagsins. Hann lagði til kjúklingasalat sem svo sannarlega féll í góðan jarðveg. Sósan/dressingin sem er sett á salatið er æði gæði. Í salatið þarf: …

Súkkulaðibitakökurnar hennar mömmu

Allt hrært saman, nema möndlur og súkkulaði, í nokkra stund. Þetta á að vera dálítið þykkt – það er betra þannig. Súkkulaði og möndlur settar í síðast. Raðað með teskeið á bökunarplötu með bökunarpappír á. Bakað í ofni við 200°C í ca 10-15 mínútur. (+ tölurnar eru ef deigið er of blautt (sem það hefur …

Sterka tómatkjötsúpan

Í dag var komið að tilraunaeldhúsi eftir langa bið. Ég hef reyndar gert nokkrar tilraunir frá því ég setti hér inn tilraunaeldhús síðast en það hefur bara ekki heppnast nægilega vel þannig að ég var ekkert að deila því með ykkur. En tilraunaeldhús kvöldsins var hreinlega dásamlegt! Innihald: Lambakjöt, magurt skorið í litla bita Púrrulaukur …

Sérlega góð kjöt og kartöflusúpa

Ég rakst á þennan tengil um daginn. Þarna er myndband af því hverig búa má til úrvalssúpu úr hamborgarahrygg og kartöflum. Mér leist ákaflega vel á uppskriftina og ákvað að slá til. Ástæðan var einföld, ég átti til allt nema kjötið í súpuna. Það fékk ég í Iceland, niðursneiddur hamborgarhryggur sem kostaði 600 krónur og …