Túnfisktartarsalat

Hinni frændi minn er snillingur. Hann galdraði fram þetta ljúffenga túnfisktartarsalat og var svo elskulegur að senda mér innihaldsefnin. Hlutföll eru afstæð og fara eftir smekk hvers og eins.

Innihald:

  • túnfiskur, skorinn í litla bita
  • japanskt majones (fæst í Fylgifiskum)
  • agúrka
  • vorlaukur
  • chillimauk (eða niðursoðið chilli saxað mjög smátt)
  • smá kóriander
  • og sesamfræin

Þessu er blandað saman og smakkað til.

Verði þér að góðu.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu