Súkkulaðibitakökurnar hennar mömmu
- 1 bolli smjöríki
- 3/4 bolli sykur
- 3/4 bolli púðursykur
- 2 egg
- 1 tsk. natrón leyst upp í heitu vatni
- 2 1/4 bolli hveiti
- 1 bolli saxaðar möndlur
- 1 bolli súkkulaði (Orange Konsum)
- 2 tsk. vanilludropar
Allt hrært saman, nema möndlur og súkkulaði, í nokkra stund. Þetta á að vera dálítið þykkt – það er betra þannig. Súkkulaði og möndlur settar í síðast.
Raðað með teskeið á bökunarplötu með bökunarpappír á.
Bakað í ofni við 200°C í ca 10-15 mínútur.