Lamb Vindaloo

 • 1 kg. lambakjöt skorið í um 4 cm bita
 • 100 ml. Rauðvínsedik
 • 2 msk sólblómaolía
 • 2 tsk salt
 • 500 gr kartöflur, flysjaðar og skornar í um 2,5 cm bita

Sósan

 • 125 ml. Sólblómaolía
 • 4 laukar, 3 smátt skornir og 1 sneyddur
 • 6 hvítlauksrif, gróft skorin
 • 3 rauð chilli, skorin gróft
 • 25 gr. Engifer, flysjuð og gróft skorin
 • 1 msk. Sinneps duft
 • 1 msk. Cumin
 • 1 msk. Kóríander (krydd)
 • 1 msk. Paprika
 • 2 tsk. Túrmerik
 • 2 tsk. Cayenne pipar
 • 1 tsk cinnamon … kanill
 • 2 tsk salt
 • 2 lárviðarlauf

Blanda saman edikinu og olíunni í skál þar til það hefur blandast vel. Bæta við lambinu og leyfa því að marinerast í  a.m.k. 2 klst.

Hita ofninn í 180 gráður

Fyrir sósuna á að hita þrjár matskeiðar af olíunni í steikarpönnu og steikja sneidda laukinn á miðlungs hita í um 15 mínútur þar til hann er létt brúnaður

Setja skorna laukinn, hvítlaukinn, chilli, engifer, sinnepsduftið, cumin, kóríander, papriku túrmerik, cayanne pipar og kanil í matvinnsluvél og blanda þar til það hefur maukast saman.

Bæta maukinu saman við laukinn, bæta við tveimur matskeiðum af olíu og elda í um 5 mínútur eða þar til þetta fer að taka lit. Taka af pönnunni og setja í pott.

Taka lambið úr marineringunni en geyma löginn. Setja pönnuna á hitann aftur og bæta við tveimur matskeiðum af olíunni. Steikja lambið í nokkrum skömmtum við miðlungshita, snúa öðru hvoru þar til þetta er létt brúnað. Bæta við meiri olíu ef þarf. Setja lambið í pottinn.

Hella afganginum af marineringunni í opttinn, bæta við salti og lárviðarlaufum og láta suðuna koma upp. Setja bökunarpappír ofaní pottinn og láta malla í um 45 mínútur í ofninum.

Taka pottinn úr ofninum og hræra kartöflunum í blönduna. Setja lokið aftur á og bökunarpappírinn og elda áfram í um klukkustund þar til lambið og kartöflurnar eru mjög mjúkar. Smakka til með salti.

Bera fram með jógúrt, kóríander, hrísgrjónum og heitu naan brauði.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu