Category: grænmeti

Geggjaðar villibráðasósur

Villibráðarsósa„mömmusósa“ 4 dl gott villibráðarsoð 1-2 dl rjómi 1 tsk gráðostur 1-2 msk rifsberjahlaup salt og nýmalaður pipar sósujafnari Setjið allt saman í pott, hleypið suðunni upp og þykkið með sósujafnara. Smakkið til með salti og pipar. Hentar vel með villibráð. Villisveppasósa 250 g ferskir blandaðir villisveppir eða 30 g þurrkaðir villisveppir 170 g Flúðasveppir, …

Tómatsúpa Ingibjargar

Ég gerði mér tómatsúpu í kvöld. Að þessu sinni hafði ég enga fyrirmynd, aðeins það sem ég átti í ísskápnum og öðrum skápum íbúðarinnar. Útkoman var frábær og matarmikil súpa. Innihald: skalottulaukur sellerístöngull kartöflur tómatur brokkolí tómatpúrré grænmetisteningur ólífuolía vatn Ég brytjaði grænmetið smátt og steikti í ólífuolíunni í þykkbotna potti. Þá bætti ég tómatpúrré …

Lambapottréttur með rótargrænmeti og perlubyggi

Um daginn var ég svo heppin að fá einn lambaskrokk frá henni Hörpu frænku minni. Ég ákvað að úrbeina allt nema lærin og á talsvert af gómsætu lambakjöti í kistunni minni. Í dag kom loksins að því að ég ákvað að elda eitthvað og valdi poka sem innihélt gúllas eða stroganoff bita, ekki endilega bestu …

Girnilegur ofnbakaður þorskur

Ég held að það sé löngu kominn tími á nýja uppskrift úr tilraunaeldhúsi Ingibjargar. Fyrir nokkru sá ég uppskrift frá Lækninum í eldhúsinu þar sem hann skipti kjúlingi út fyrir þorsk bita. Þetta er hrikalega góður réttur og í kvöld ákvað ég að fikra mig aðeins út frá honum en nýtti mér innblástur úr uppskrift …

Spírað morgunkorn

Undanfarið hef ég ekki getað dásamað nóg námskeiðin hjá sprotafyrirtækinu Fyrirmig (http://fyrirmig.com). Þar hef ég lært ýmislegt um hollustu og þá aðallega hráfæði sem byggir m.a. á því að neyta þess sem kallað er „ofurfæða“ í mun meira mæli en ég hef gert áður. Eitt af því sem kallað hefur verið ofurfæða eru allskonar spíruð …

Satay kjúklingasalat

Eftir vel heppnað tilraunaeldhús í gærkvöldi ætlaði ég ekki að leggja í annað enda hafði ég boðið pabba gamla í mat og þá er nú betra að vera ekki með neina tilraunastarfsemi. En svo hugsaði ég með sjálfri mér, ‘af hverju sýni ég honum ekki hvað það er sem ég hef verið að bæta inní …

Krydd hrísgrjón

Basmati hrísgrjón (500 gr.) Laukur (smátt skorinn) Smjör (væn klípa) 8 cloves (negulnaglar) 4 kardimommur 1 kanilstöng 2 lárviðarlauf Saffran þræðir 650 ml heitt kjúklingasoð Þvo hrísgrjónin vel í köldu vatni og leyfa þeim að liggja í vatni í um 30 mínútur. Steikja laukinn í smjöri í um 5 mínútur þar til mjúkur. Bæta við …

Dýrindis grænmetis-/fiskisúpa

Ég var staðráðin í að gera fiskisúpu í kvöld. En eins og svo oft áður þá datt mér ekki í hug að fylgja uppskrift heldur byggði ég á fyrri reynslu minni í fiskisúpugerð og ber þar hæst að nefna uppskrift Rúnars Marvinssonar. Þá súpu fékk ég fyrst í vinnunni og ég verð bara að segja …

Fiskiostasúpa

Eftir heldur erfiðan dag skellti mín í eitt tilraunaeldhús. Að þessu sinni átti ég fisk, ýsu, og mig langaði að gera eitthvað allt öðruvísi. Það varð líka raunin og heppnaðist svona líka ægilega vel. Já Fiski Osta Súpa … skrítið en gott. Innihald laukur sellerí hvítlaukur gulrætur kartöflur brokkólí rauð paprika tómatar ólífuolía hvítlauksostur (steyptur) …