Girnilegur ofnbakaður þorskur

Ég held að það sé löngu kominn tími á nýja uppskrift úr tilraunaeldhúsi Ingibjargar.

Fyrir nokkru sá ég uppskrift frá Lækninum í eldhúsinu þar sem hann skipti kjúlingi út fyrir þorsk bita. Þetta er hrikalega góður réttur og í kvöld ákvað ég að fikra mig aðeins út frá honum en nýtti mér innblástur úr uppskrift Ragnars Freys.

10391026_10204321096683099_8599743992413001375_n

Girnilegur ofnbakaður þorskur

 • Þorskbitar (hnakkastykki eru best)
 • Salt
 • Pipar
 • Paprikuduft
 • Garam Masala

Þorskurinn er kryddaður með þessum kryddum og látinn standa í ísskáp (eða á borði) á meðan sósan er undirbúin.

 • Púrrulaukur
 • Gulrætur
 • Kartöflur
 • Sellerí
 • Kókosmjólk
 • Matreiðslurjómi
 • Túrmerik
 • Pipar
 • Smjör/ólífuolía

Grænmetið er skorið dálítið smátt, olían (smjörið) hitað á pönnu og grænmetið sett útá. Þá er kryddið sett á pönnuna og að lokum er kókosolíunni hellt yfir. Ég setti að auki örlítið af matreiðslurjóma sem ég átti í ísskápnum saman við og lét sjóða í ca. 10 mínútur.

Þegar allt var farið að sulla á pönnunni tók ég fiskinn, setti hann á ofnskúffu sem ég hafði klætt með álpappír og bakaði á hæsta hita og grilli í um 8-10 mínútur í miðjum ofni.

Tók sósuna og færði uppá djúpan disk og lagði fiskinn ofaná. Ég er viss um að það væri líka gott að hafa annað hvort kúskús eða hrísgrjón neðst á diskinum.

Verði ykkur að góðu.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu