Fiskiostasúpa

Eftir heldur erfiðan dag skellti mín í eitt tilraunaeldhús. Að þessu sinni átti ég fisk, ýsu, og mig langaði að gera eitthvað allt öðruvísi. Það varð líka raunin og heppnaðist svona líka ægilega vel. Já Fiski Osta Súpa … skrítið en gott.

Innihald

 • laukur
 • sellerí
 • hvítlaukur
 • gulrætur
 • kartöflur
 • brokkólí
 • rauð paprika
 • tómatar
 • ólífuolía
 • hvítlauksostur (steyptur)
 • mjólk
 • grænmetiskraftur
 • salt
 • pipar
 • túrmerik
 • karrý
 • ýsa eða annar góður fiskur
 • parmessanostur

Ég byrjaði á því að steikja laukinn og gulræturnar í olíunni og bætti svo smám saman öðru grænmeti saman við eftir því sem leið á. Gætið þess að hafa ekki of háan hita á pottinum ef þið eruð ekki með allt grænmetið niðurskorið (eins og ég sem var að saxa þetta niður jafnóðum). Bætið síðan ostinum útí og svo mjólk, má örugglega líka nota vatn og/eða rjóma. Því næst er þetta allt kryddað til og smakkað. Þegar grænmetið hefur tekið sig og þú ert orðin sátt(ur) við bragðið er fiskurinn skorinn í bita og settur útí og látinn malla í örfáar mínútur.

Súpan er síðan borin fram með rifnum parmessanosti og góðu brauði ef það er til 🙂

Verði þér að góðu!

Fiskiostasúpa
Fiskiostasúpa
Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu