Category: grænmeti

Kjúklingasúpa að hætti Dollýar

Dollý dró fram dressið í kvöld og eldaði kjúlingasúpu. Ég veit að þú vilt fá uppskriftina og hún er til. Innihald: kjúklingabringa skorin í frekar litla bita 1,0-1,5 ltr vatn í pott 1 væn gulrót sneidd brokkólí eins og þér finnst passa 1 hvítlauksgeiri smátt skorinn 1 kjúklingateningur frá knorr sesamolía sojasósa Vatnið sett í …

Grænmetisréttur sem er ekkert grín

Vá maður hvað ég eldaði góðan mat í kvöld. Fyrir viku síðan sagði Rut Steinsen, vinnufélagi minn og handboltasnillingur, mér frá geggjuðum grænmetisrétti sem hún hafði eldað. Í hann notaði hún eggaldin, kúrbít, tómata, hvítlauk, papriku, sveppi og lauk. Ég gat að sjálfsögðu ekki farið eftir þessu og gerði eftirfarandi: eggaldin brokkolí gulrót rauð paprika …

Grillað lambafillet með dásemdar salati

Í gærkvöldi hitti ég vinkonur mínar Ástu B. og Dísu í Hárný. Tilgangur hittingsins var að horfa á landsleikinn hjá strákunum en svo gleymdum við okkur við mat og drykk. Ég tók svo fína mynd af matnum á símann minn að ég varð að skrifa niður “uppskriftina” en samt er þetta eiginlega ekki alveg uppskrift. …

Hollustusúpa Ingibjargar

Það er nauðsynlegt að elda hollt öðru hvoru og í kvöld var skellt í úrvals holla og hreint fáránlega góða súpu. Eins og venjulega var ekkert mælt, bara slumpað í og svo skafið dálítið úr ísskápnum. Upprunalega hugmyndin var að búa til grænmetissúpu með kjúklingabaunum en þegar á hólminn var kominn fengu baunirnar frí en …

Hollustu morgundrykkurinn

Um daginn lagaði ég þennan líka dýrindis hollustu morgundrykk. Tilefnið var að Þórhallur Matthíasson, fyrrverandi nemandi og gildur limur í félagsmiðstöðinni Ekkó, montaði sig af hollustudrykk sem hann var að sjóða saman og ég gat ekki verið minni manneskja. Í drykkinn minn fór: 1 sítróna 2 lime 1 appelsína 1 epli 3 cm engifer 1 …

Snillingur í eldhúsinu – grænmetisréttur

Það er ekki hægt að segja annað en að ég sé snillingur í eldhúsinu! Í kvöld ákvað ég að elda grænmetisrétt úr því rótargrænmeti sem ég átti í ískápnum og gera hann með austurlensku ívafi. Og ég skal segja þér það að grænmetisrétturinn minn var alveg geggjaður. Innihaldið mitt í þennan rétt var: 2 kartöflur …

Fyllt paprika með austurlensku ívafi

Á föstudag var mér boðið í aldeilis indælt boð heima hjá húsfrú Guðríði. Þar bauð hún m.a. uppá fyllta papriku sem mér þótti svo ómótstæðilega góð að ég varð að gera þennan rétt aftur hér heima hjá mér í kvöld (sunnudag). Það þarf eftirfarandi í paprikurnar: grænar paprikur kjúklingur (hakkaðan eða fínt skorinn) epli (sem …

Dýrðarinnar kjúklingasúpa

Ég skellti í eitt tilraunaeldhús í kvöld og það reyndist ekki af verri endanum og örugglega alveg bráðhollt. Það eina sem ég hafði gert áður en ég lagði af stað í tilraunaeldhúsið var að taka nokkrar kjúklingalundir út úr frysti, svo opnaði ég skápana hjá mér og úr varð þessi líka dýrðarinnar kjúklingasúpa. Innihald: kjúklingalundir …

Kjúklingasalat Hinna frænda

Hinni frændi minn er listakokkur. Í tilefni af afmæli mínu í desember bað ég hann um uppskrift að einhverju einföldu og góðu sem ég gæti boðið vinnufélögum mínum uppá í hádegi afmælisdagsins. Hann lagði til kjúklingasalat sem svo sannarlega féll í góðan jarðveg. Sósan/dressingin sem er sett á salatið er æði gæði. Í salatið þarf: …

Sérlega góð kjöt og kartöflusúpa

Ég rakst á þennan tengil um daginn. Þarna er myndband af því hverig búa má til úrvalssúpu úr hamborgarahrygg og kartöflum. Mér leist ákaflega vel á uppskriftina og ákvað að slá til. Ástæðan var einföld, ég átti til allt nema kjötið í súpuna. Það fékk ég í Iceland, niðursneiddur hamborgarhryggur sem kostaði 600 krónur og …