Tómatsúpa Ingibjargar

Ég gerði mér tómatsúpu í kvöld. Að þessu sinni hafði ég enga fyrirmynd, aðeins það sem ég átti í ísskápnum og öðrum skápum íbúðarinnar. Útkoman var frábær og matarmikil súpa.

Innihald:

  • skalottulaukur
  • sellerístöngull
  • kartöflur
  • tómatur
  • brokkolí
  • tómatpúrré
  • grænmetisteningur
  • ólífuolía
  • vatn

Ég brytjaði grænmetið smátt og steikti í ólífuolíunni í þykkbotna potti. Þá bætti ég tómatpúrré úr lítilli dós útí og svo þynnti með vatni. Hafði súpuna samt þannig að hún yrði vel þykk þegar ég myndi mauka hana.

Þegar grænmetið var mátulega soðið (ca. 10 mínútur) þá maukaði ég með töfrasprota og málið dautt. Frábærlega góð súpa þó ég segi sjálf frá og hefði örugglega toppað sig ef ég hefði átt sýrðan rjóma og smá kóríander.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu