Category: Hráfæði

Bleikju sashimi

Síðustu ár hafa bragðlaukarnir mínir farið að kunna að meta sushi og sashimi. Fyrst og síðast ber að þakka það Hinna frænda mínum, stórkokki og snillingi. Hann var duglegur að búa til sushi handa mér sem var 100% án skelfisks og þegar ég komst uppá bragðið varð ég óstöðvandi. En seinna meir hefur sashimi komið …

Hrákaka a la Ingibjörg

Í kvöld skellti ég í hráköku og notaði aðeins það sem ég átti þegar í eldhúsinu. Þetta varð því tilraunahrákaka og þér að segja þá er hún bara ljómandi góð. Innihaldið er: banana döðlur möndlur kókosolíu saxaðar möndlur kókoshveiti rúsínur lífrænt súkkulaði suðusúkkulaði Ég tók banana, döðlur, möndlur og kókosolíu og hrærði saman í blandara …

Hrákaka frá himnaríki

Í dag lagði ég í hrákökusmíð.  Ekki á hverjum degi sem ég geri það en í dag var greinilega rétti dagurinn enda hundleiðinlegt veður úti og ekkert skemmtilegra að gera en þetta. Ég byrjaði á því að gera botninn en í hann fór eftirfarandi hráefni: möndlur döðlur vanilla Þessu mixaði ég saman í matvinnsluvél þar …

Spírað morgunkorn

Undanfarið hef ég ekki getað dásamað nóg námskeiðin hjá sprotafyrirtækinu Fyrirmig (http://fyrirmig.com). Þar hef ég lært ýmislegt um hollustu og þá aðallega hráfæði sem byggir m.a. á því að neyta þess sem kallað er „ofurfæða“ í mun meira mæli en ég hef gert áður. Eitt af því sem kallað hefur verið ofurfæða eru allskonar spíruð …

Hrákexið mitt úr græna hratinu

Ég er æ oftar farin að búa mér til grænan hollustudrykk sem ég tek með mér í vinnuna á morgnana og sötra yfir daginn. Á einu af dásemdarnámskeiðunum sem ég fór á hjá www.fyrirmig.com sýndi Jóna Rut okkur hvernig ætti að búa til hrákex úr hrati. Við fengum ekki uppskrift en grunnurinn var hratið úr …

Grafið lambafile

Lambafile, fituhreinsað og snyrt Í grafningslöginn eru notuð eftirtalin hráefni, ca. 1 msk. af hverri kryddjurt fyrir hvert file: Steinselja Basilika Kóreander Dill Balsamic syróp Púðursykur Salt Pipar Steinselja, basilika, dill og kóreander er saxað smátt og sett í skál. Púðursykurinn er leystur upp í vel volgu vatni. Ca. 1 bolli af balsamic syrópi settur …