Hrákaka a la Ingibjörg

Hrákaka a la Ingibjörg
Hrákaka a la Ingibjörg

Í kvöld skellti ég í hráköku og notaði aðeins það sem ég átti þegar í eldhúsinu. Þetta varð því tilraunahrákaka og þér að segja þá er hún bara ljómandi góð.

Innihaldið er:

  • banana
  • döðlur
  • möndlur
  • kókosolíu
  • saxaðar möndlur
  • kókoshveiti
  • rúsínur
  • lífrænt súkkulaði
  • suðusúkkulaði

Ég tók banana, döðlur, möndlur og kókosolíu og hrærði saman í blandara … það gekk reyndar ekki sérlega vel en tókst þó að lokum. “Deigið” var full þunnt þannig að ég hrærði kókoshveiti og söxuðum möndlum saman við til að þykkja þetta. Þegar mér fannst áferðin vera orðin góð setti ég þetta í form sem ég hafði sett eldhúspappír ofaní og kældi.

Þá var komið að súkkulaðinu, ég átti eina plötu af lífrænu súkkulaði í skúffunni minni, setti það í skál ásamt smávegis af kókosolíu en þar sem mér fannst ekki nóg af súkkulaði bætti ég við örlitlu af suðusúkkulaði sem ég átti. Þetta bræddi ég saman í örbylgjuofninum en auðvitað á maður að gera það í vatnsbaði.

Þá setti ég rúsínurnar ofaná deigið, hellti súkkulaðinu þar ofaná og frysti.

Það væri ekki galið að gera rákir í súkkulaðið og deigið áður en það er fryst þar sem súkkulaðið vill brotna þegar það er skorið beint úr frystinum.

Ljómandi gott og girnilegt 🙂

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu