Category: Kjúklingur

Tyrkneskar kjötbollur með spagetti

Ég verð að segja þér frá kvöldmatnum í kvöld. Um daginn fór ég í búð í Síðumúla sem selur vörur frá Tyrklandi og keypti mér Kebab krydd, en ég lærði að meta Kebab í Danmörku fyrir tveimur árum. Ég man ekki hvað búðin heitir en hún er beint á móti Fastus. Hef þó aldrei fundið …

Kjúklingur með Marókkósku ívafi – held ég!

Tilraunaeldhúsið í kvöld, 29. janúar, var heldur betur gott! Reyndar alveg æðislegt. Eins og venjulega segi ég ekkert til um hlutföll, það verður hver og einn að finna út fyrir sig sjálfur en það sem ég notaði var: kjúklingabringa, skorin í munnbita hvítlaukur, skorinn smátt (ég nota þessa rauðu í tágarkörfunum) laukur, skorinn í báta, …

Fyllt paprika með austurlensku ívafi

Á föstudag var mér boðið í aldeilis indælt boð heima hjá húsfrú Guðríði. Þar bauð hún m.a. uppá fyllta papriku sem mér þótti svo ómótstæðilega góð að ég varð að gera þennan rétt aftur hér heima hjá mér í kvöld (sunnudag). Það þarf eftirfarandi í paprikurnar: grænar paprikur kjúklingur (hakkaðan eða fínt skorinn) epli (sem …

Dýrðarinnar kjúklingasúpa

Ég skellti í eitt tilraunaeldhús í kvöld og það reyndist ekki af verri endanum og örugglega alveg bráðhollt. Það eina sem ég hafði gert áður en ég lagði af stað í tilraunaeldhúsið var að taka nokkrar kjúklingalundir út úr frysti, svo opnaði ég skápana hjá mér og úr varð þessi líka dýrðarinnar kjúklingasúpa. Innihald: kjúklingalundir …

Kjúklingasalat Hinna frænda

Hinni frændi minn er listakokkur. Í tilefni af afmæli mínu í desember bað ég hann um uppskrift að einhverju einföldu og góðu sem ég gæti boðið vinnufélögum mínum uppá í hádegi afmælisdagsins. Hann lagði til kjúklingasalat sem svo sannarlega féll í góðan jarðveg. Sósan/dressingin sem er sett á salatið er æði gæði. Í salatið þarf: …

Paprikukjúklingasalat

Síðasta fimmtudag kom Sigrún systir í heimsókn og ég bauð henni að sjálfsögðu uppá tilraunaeldhús. Að þessu sinni var hollustan framarlega á lista hjá mér og gerði ég kjúklingasalat þar sem paprika var í aðalhlutverki. Þannig er að við systur erum tiltölulega nýkomnar úr ferð til Búdapest þar sem ég keypti eðal paprikukrydd. Ég ákvað …

Kjúklingalundir í raspi

Kjúklingalundir í raspi, bakaðar í ofni með Ljúflingi og chilisultu. Þriðjudagur 3. janúar 2012 Kjúklingalundir Egg Raspur Olía Ljúflingur (ostur frá Kú) Chilisulta Krydd (salt, pipar og hvítlaukskrydd) Hrísgrjón (kryddhrísgrjón) Ég átti nokkrar kjúklingalundir í frystinum, þegar ég kom heim kl. 16.30 afþýddi ég þrjár lundir, skar hverja þeirra í þrjá hluta, baðaði þær uppúr …