Month: January 2015

Tómatsúpa Ingibjargar

Ég gerði mér tómatsúpu í kvöld. Að þessu sinni hafði ég enga fyrirmynd, aðeins það sem ég átti í ísskápnum og öðrum skápum íbúðarinnar. Útkoman var frábær og matarmikil súpa. Innihald: skalottulaukur sellerístöngull kartöflur tómatur brokkolí tómatpúrré grænmetisteningur ólífuolía vatn Ég brytjaði grænmetið smátt og steikti í ólífuolíunni í þykkbotna potti. Þá bætti ég tómatpúrré …

Hrákaka frá himnaríki

Í dag lagði ég í hrákökusmíð.  Ekki á hverjum degi sem ég geri það en í dag var greinilega rétti dagurinn enda hundleiðinlegt veður úti og ekkert skemmtilegra að gera en þetta. Ég byrjaði á því að gera botninn en í hann fór eftirfarandi hráefni: möndlur döðlur vanilla Þessu mixaði ég saman í matvinnsluvél þar …

Perlubygg með kjúklingi

Er það ekki akkúrat núna, um áramót, sem hollustan ræður ríkjum? Það er þannig í mínu tilfelli og ekki bara það, ég reyni yfirleitt að standa við hollustueiðinn og helst árið um kring. Í dag rétt skrapp ég heim eftir vinnu og náði þá að taka tvö úrbeinuð kjúklingalæri úr frystinum hjá mér. Þá fór …

Sætbakaðir lambaskankar (lambaleggir)

Eins og þið vitið sjálfsagt þá var ég svo heppin að vinna 15 kg. af frábæru lambakjöti á FB í desember. Ég er vitaskuld óskaplega þakklát þeim á www.lambakjot.is fyrir að velja mig og ég lofaði að gefa þeim uppskriftir að lambakjöti sem ég elda og heppnast vel. Í kvöld bauð ég uppá sætbakaða lambaskanka …