30 daga Bio Effect húðmeðferð einfaldlega virkar

Ég var svo heppin að fá 30 daga Bio Effect vörur í afmælisgjöf í desember. Þar sem ég var nú bara að verða 51 árs þá skildi ég ekki alveg hvað var verið að gefa mér svona fínar snyrtivörur en þegar mér var bent á að þessi kíló sem ég hef tapað af sjálfri mér síðustu 18 mánuði hafi skilið eftir slappa húð hér og þar, m.a. í andlitinu, þá tók ég gleði mína á ný.

Það var nú líka þannig að ég hafði tekið eftir talsvert drjúgum baugum undir augum og því að broshrukkurnar voru heldur fleiri og dýpri en ég átti að venjast. Ég tókst því á við áskorunina um 30 daga notkun á þessu undraefni og sá sannarlega ekki eftir því. Ég bar 3-4 dropa tvisvar sinnum á dag á andlitið á mér, líka í kringum augun, og viti menn. Þetta virkar!

Ég er ekki mikið fyrir snyrtivörur svona almennt og hef ekki notað mikið af þeim í gegnum tíðina. Þess vegna átti ég ekki von á miklum árangri, en ég verð sannarlega að endurskoða þá afstöðu því 30 daga Bio Effect húðmeðferðin virkar. Það er einfaldlega þannig. BioEffect30

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu