Category: Uppskriftir

Ýsa í ofni

Í kvöld eldaði ég ýsu í ofni. Frumsamin uppskrift auðvitað, aðferðarfræðin byggir á hæfilegri leti en ekkert var til sparað. Innihaldið var eftirfarandi (dugar fyrir 2): 400 gr. ýsuflök, roð- og beinlaus 4-6 kartöflur (afhýddar og skornar í teninga) 1 sneið af sætri kartöflu (ca. 1,5 cm) skorin í teninga 1 stilkur af sellerí, sneitt …

Besta franska lauksúpa allra tíma

Frönsk lauksúpa er einn af mínum uppáhaldsréttum. Ég hreinlega elska þykka, bragðmikla lauksúpu sem ást og alúð hefur verið lögð í. Stundum reyni ég að búa til slíka lauksúpu og legg þá í hana bæði mikinn tíma og mikla ást. Uppskriftin sem ég notast við kemur úr franskri matreiðslubók sem ég eignaðist fyrir mörgum árum, …

Bráðhollur fiskur í ofni

Í kvöld tók ég skafið úr skápnum tilraunaeldhús. Af því það er mánudagur ákvað ég að prufa að gera eitthvað gott og bráðhollt úr fiski sem ég átti í frystinum og viti menn – þetta var svona líka asssgoti gott! Í réttinn notaði ég: Ýsu, roðlaus og beinlaus Kartöflur, afhýddar og skornar í bita Gulrætur, …

Katalónskur saltfiskréttur

Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og fv. bæjarstjóri á Ísafirði sendi mér þennan rétt. Hann segir eftirfarandi um réttinn: Sérstakt bragð er af þessum saltfiskrétti. Samspil saltfisks, beikons og rósmaríns er mjög gott og hentar því vel að drekka bragðmikið rauðvín með réttinum. (Fyrir þá sem vilja drekka vín með slíkum rétti. Hvítvín er auðvitað …

Kjúklingalundir í raspi

Kjúklingalundir í raspi, bakaðar í ofni með Ljúflingi og chilisultu. Þriðjudagur 3. janúar 2012 Kjúklingalundir Egg Raspur Olía Ljúflingur (ostur frá Kú) Chilisulta Krydd (salt, pipar og hvítlaukskrydd) Hrísgrjón (kryddhrísgrjón) Ég átti nokkrar kjúklingalundir í frystinum, þegar ég kom heim kl. 16.30 afþýddi ég þrjár lundir, skar hverja þeirra í þrjá hluta, baðaði þær uppúr …

Pinnamatur

Kryddlegnir sveppir 750 g ferskir sveppir (veljið litla) 5 dl. ólífuolía ¾ dl. sítrónusafi 4 hvítlauksríf, prssuð 1 tsk. sykur 1 rauður chili pipar, smátt saxaður 1 græn chili pipar, smátt saxaður 2 msk. fersk koríader, saxað ½ tsk. mulinn, svartur pipar ½ tsk. salt Hreinsið sveppirnir og þerrið með klút eða eldhúspappír og leggið …