Ýsa í ofni

Í kvöld eldaði ég ýsu í ofni. Frumsamin uppskrift auðvitað, aðferðarfræðin byggir á hæfilegri leti en ekkert var til sparað.

Innihaldið var eftirfarandi (dugar fyrir 2):

  • 400 gr. ýsuflök, roð- og beinlaus
  • 4-6 kartöflur (afhýddar og skornar í teninga)
  • 1 sneið af sætri kartöflu (ca. 1,5 cm) skorin í teninga
  • 1 stilkur af sellerí, sneitt niður
  • 1/2 til 1 laukur (eftir smekk) þunnt sneiddur
  • salt
  • karrý
  • saffran
  • ostur (rifinn)
  • sítrónuolía
  • Ólífuolía

Ég fann mér eldfast mót og smurði það með ólífuolíu. Þá raðaði ég kartöflum í botnin, setti laukinn þar ofaná, síðan laukinn, selleríið og sætu kartöfluteningana.Stráði karrý, salti og saffran yfir og síðan smá slettu af sítrónuolíu.

Þetta bakaði ég í 180 gráðu heitum ofni í ca. 20 mínútur tók það þá út, setti fiskin ofaná og bakaði í ca. 15 mínútur til viðbótar. Þegar fiskurinn er orðinn soðinn í gegn (og kartöflurnar) tók ég þetta út aftur, stráði osti ofaná og bakaði í 5-10 mínútur til viðbótar (skaut þá hitanum á ofninum mínum upp í 220 gráður).

Mjög fínt, sérstakt bragð sem saffranið skilur eftir.

Ég myndi gefa þessum rétti 8 af 10 mögulegum en líklega verður hann betri ef maður sýður aðeins uppá kartöflunum í söltu vatni (ca. 8 mínútur) og steikir laukinn á pönnu (þannig að hann verði glær) þá má setja fiskinn beint í formið með hinu og baka í enn styttri tíma.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu