Category: Uppskriftir

Bleikju sashimi

Síðustu ár hafa bragðlaukarnir mínir farið að kunna að meta sushi og sashimi. Fyrst og síðast ber að þakka það Hinna frænda mínum, stórkokki og snillingi. Hann var duglegur að búa til sushi handa mér sem var 100% án skelfisks og þegar ég komst uppá bragðið varð ég óstöðvandi. En seinna meir hefur sashimi komið …

Hrákaka a la Ingibjörg

Í kvöld skellti ég í hráköku og notaði aðeins það sem ég átti þegar í eldhúsinu. Þetta varð því tilraunahrákaka og þér að segja þá er hún bara ljómandi góð. Innihaldið er: banana döðlur möndlur kókosolíu saxaðar möndlur kókoshveiti rúsínur lífrænt súkkulaði suðusúkkulaði Ég tók banana, döðlur, möndlur og kókosolíu og hrærði saman í blandara …

Kjúklingur í rauðu karrý

Ja hérna hér – er hægt að toppa sjálfa sig aftur og aftur? – Já, ef þú ert óhrædd við að prufa þig áfram og láta reyna á innsæið í eldamennskunni 🙂 Já ég toppaði sjálfa mig í kvöld þegar ég skellti í tilraunaeldhús og gerði mér rétt sem ég kalla Kjúkling í rauðu karrý. …

Kjúlli í hvítvíni

Ja hérna hér – ég sem hélt að það væri ekki hægt að toppa bragðgæðin og einfaldleikann, en jú – vinur minn, Bjarni Viðar Sigurðsson keramiker, sýndi mér fram á annað! Ég átti von á góðum gestum í mat í kvöld og hafði tekið kjúklingabringur úr frystinum í morgun. En ég átti stutt stefnumót við …

Tómatsúpa Ingibjargar

Ég gerði mér tómatsúpu í kvöld. Að þessu sinni hafði ég enga fyrirmynd, aðeins það sem ég átti í ísskápnum og öðrum skápum íbúðarinnar. Útkoman var frábær og matarmikil súpa. Innihald: skalottulaukur sellerístöngull kartöflur tómatur brokkolí tómatpúrré grænmetisteningur ólífuolía vatn Ég brytjaði grænmetið smátt og steikti í ólífuolíunni í þykkbotna potti. Þá bætti ég tómatpúrré …

Hrákaka frá himnaríki

Í dag lagði ég í hrákökusmíð.  Ekki á hverjum degi sem ég geri það en í dag var greinilega rétti dagurinn enda hundleiðinlegt veður úti og ekkert skemmtilegra að gera en þetta. Ég byrjaði á því að gera botninn en í hann fór eftirfarandi hráefni: möndlur döðlur vanilla Þessu mixaði ég saman í matvinnsluvél þar …

Perlubygg með kjúklingi

Er það ekki akkúrat núna, um áramót, sem hollustan ræður ríkjum? Það er þannig í mínu tilfelli og ekki bara það, ég reyni yfirleitt að standa við hollustueiðinn og helst árið um kring. Í dag rétt skrapp ég heim eftir vinnu og náði þá að taka tvö úrbeinuð kjúklingalæri úr frystinum hjá mér. Þá fór …

Sætbakaðir lambaskankar (lambaleggir)

Eins og þið vitið sjálfsagt þá var ég svo heppin að vinna 15 kg. af frábæru lambakjöti á FB í desember. Ég er vitaskuld óskaplega þakklát þeim á www.lambakjot.is fyrir að velja mig og ég lofaði að gefa þeim uppskriftir að lambakjöti sem ég elda og heppnast vel. Í kvöld bauð ég uppá sætbakaða lambaskanka …

Lambapottréttur með rótargrænmeti og perlubyggi

Um daginn var ég svo heppin að fá einn lambaskrokk frá henni Hörpu frænku minni. Ég ákvað að úrbeina allt nema lærin og á talsvert af gómsætu lambakjöti í kistunni minni. Í dag kom loksins að því að ég ákvað að elda eitthvað og valdi poka sem innihélt gúllas eða stroganoff bita, ekki endilega bestu …