Category: Tilraunaeldhús

Hollustu morgundrykkurinn

Um daginn lagaði ég þennan líka dýrindis hollustu morgundrykk. Tilefnið var að Þórhallur Matthíasson, fyrrverandi nemandi og gildur limur í félagsmiðstöðinni Ekkó, montaði sig af hollustudrykk sem hann var að sjóða saman og ég gat ekki verið minni manneskja. Í drykkinn minn fór: 1 sítróna 2 lime 1 appelsína 1 epli 3 cm engifer 1 …

Kebablamb

Tilraunaeldhús 11. maí 2013. Fjórar sneiðar af framparti – úrbeinaðar og fitusneiddur Hálfur vorlaukur – sneiddur 3 hvítlauksgeirar – saxaðir smátt 2 sellerístönglar – sneiddir Laukur – sneiddur Brokkólí – brotið niður í bita Tómatur í dós með hvítlauk og óriganó Salt Pipar Kebabkrydd Þessu öllu raðað í eldfast mót í þeirri röð sem er …

Fínn fiskréttur

Mín splæsti í tilraunaeldhús í kvöld. Ég tók fiskbita úr frysti í morgun og setti í ísskápinn. Þegar ég kom svo heim þá ákvað ég að baka fiskinn í ofni og úr varð þessi fíni fiskréttur. Innihald: Ýsa í bitum Hrísgrjón (ég notaði krydd hrísgrjón) Philadelphia smurostur (hreinn) Rautt pestó Laukur Karrý Salt Vatn Ólífuolía …

Kjúklingur með Marókkósku ívafi – held ég!

Tilraunaeldhúsið í kvöld, 29. janúar, var heldur betur gott! Reyndar alveg æðislegt. Eins og venjulega segi ég ekkert til um hlutföll, það verður hver og einn að finna út fyrir sig sjálfur en það sem ég notaði var: kjúklingabringa, skorin í munnbita hvítlaukur, skorinn smátt (ég nota þessa rauðu í tágarkörfunum) laukur, skorinn í báta, …

Fyllt paprika með austurlensku ívafi

Á föstudag var mér boðið í aldeilis indælt boð heima hjá húsfrú Guðríði. Þar bauð hún m.a. uppá fyllta papriku sem mér þótti svo ómótstæðilega góð að ég varð að gera þennan rétt aftur hér heima hjá mér í kvöld (sunnudag). Það þarf eftirfarandi í paprikurnar: grænar paprikur kjúklingur (hakkaðan eða fínt skorinn) epli (sem …

Dýrðarinnar kjúklingasúpa

Ég skellti í eitt tilraunaeldhús í kvöld og það reyndist ekki af verri endanum og örugglega alveg bráðhollt. Það eina sem ég hafði gert áður en ég lagði af stað í tilraunaeldhúsið var að taka nokkrar kjúklingalundir út úr frysti, svo opnaði ég skápana hjá mér og úr varð þessi líka dýrðarinnar kjúklingasúpa. Innihald: kjúklingalundir …

Sterka tómatkjötsúpan

Í dag var komið að tilraunaeldhúsi eftir langa bið. Ég hef reyndar gert nokkrar tilraunir frá því ég setti hér inn tilraunaeldhús síðast en það hefur bara ekki heppnast nægilega vel þannig að ég var ekkert að deila því með ykkur. En tilraunaeldhús kvöldsins var hreinlega dásamlegt! Innihald: Lambakjöt, magurt skorið í litla bita Púrrulaukur …

Sérlega góð kjöt og kartöflusúpa

Ég rakst á þennan tengil um daginn. Þarna er myndband af því hverig búa má til úrvalssúpu úr hamborgarahrygg og kartöflum. Mér leist ákaflega vel á uppskriftina og ákvað að slá til. Ástæðan var einföld, ég átti til allt nema kjötið í súpuna. Það fékk ég í Iceland, niðursneiddur hamborgarhryggur sem kostaði 600 krónur og …

Marokkósk lambatangína

Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að prufa eitthvað nýtt og framandi. Þess vegna gat ég ekki hugsað mér annað en að skella í eitt tilraunaeldhús fyrir ykkur á 200.is. Yfirleitt heppnast tilraunaeldhúsið vel hjá mér en örsjaldan hefur síminn hjá pizzafyrirtækinu bjargað mér fyrir horn. Að þessu sinni vildi ég bjóða ykkur í ferðalag til Afríku …

Paprikukjúklingasalat

Síðasta fimmtudag kom Sigrún systir í heimsókn og ég bauð henni að sjálfsögðu uppá tilraunaeldhús. Að þessu sinni var hollustan framarlega á lista hjá mér og gerði ég kjúklingasalat þar sem paprika var í aðalhlutverki. Þannig er að við systur erum tiltölulega nýkomnar úr ferð til Búdapest þar sem ég keypti eðal paprikukrydd. Ég ákvað …