Fínn fiskréttur

Mín splæsti í tilraunaeldhús í kvöld. Ég tók fiskbita úr frysti í morgun og setti í ísskápinn. Þegar ég kom svo heim þá ákvað ég að baka fiskinn í ofni og úr varð þessi fíni fiskréttur.

Innihald:

  • Ýsa í bitum
  • Hrísgrjón (ég notaði krydd hrísgrjón)
  • Philadelphia smurostur (hreinn)
  • Rautt pestó
  • Laukur
  • Karrý
  • Salt
  • Vatn
  • Ólífuolía

Ég byrjaði á því að sjóða aðeins upp á hrísgrjónunum (ca. 8-10 mínútur) í litlu vatni. Því næst hrærði ég saman Philadelphia ostinn, pestóið og karrýið. Þá smurði ég eldfast mót með ólífuolíunni, lagði fiskbita í botninn og setti ofan á laukinn sem ég hafði sneitt niður í þunnar sneiðar. Ég hellti hrísgrjónunum ofaná laukinn og lét vatnið úr pottinum fylgja með. Þá lagði ég annað lag af fiski í mótið (ég var með lítið eldfast mót) og þar ofaná stráði ég hæfilegu magni af salti og loks lokaði ég með því að smyrja afganginum af ostahrærunni ofaná. Þessu næst setti ég örlítið meira vatn í fatið þannig að hrísgrjónin fengju örugglega nóg af vatni í suðunni.

Þetta setti ég í ofn á um 180-200 gráður í um 15 mínútur, eða þar til það var farið að butla vel í vatninu.

Eftir á að hyggja hefði verið gott að hafa soðnar kartöflur með fiskinum en þetta var alveg hreint ljómandi fínn fiskréttur, einfaldur, hollur og góður.

 

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu