Category: Heilsusamlegt

Fínn fiskréttur

Mín splæsti í tilraunaeldhús í kvöld. Ég tók fiskbita úr frysti í morgun og setti í ísskápinn. Þegar ég kom svo heim þá ákvað ég að baka fiskinn í ofni og úr varð þessi fíni fiskréttur. Innihald: Ýsa í bitum Hrísgrjón (ég notaði krydd hrísgrjón) Philadelphia smurostur (hreinn) Rautt pestó Laukur Karrý Salt Vatn Ólífuolía …

Snillingur í eldhúsinu – grænmetisréttur

Það er ekki hægt að segja annað en að ég sé snillingur í eldhúsinu! Í kvöld ákvað ég að elda grænmetisrétt úr því rótargrænmeti sem ég átti í ískápnum og gera hann með austurlensku ívafi. Og ég skal segja þér það að grænmetisrétturinn minn var alveg geggjaður. Innihaldið mitt í þennan rétt var: 2 kartöflur …

Kjúklingur með Marókkósku ívafi – held ég!

Tilraunaeldhúsið í kvöld, 29. janúar, var heldur betur gott! Reyndar alveg æðislegt. Eins og venjulega segi ég ekkert til um hlutföll, það verður hver og einn að finna út fyrir sig sjálfur en það sem ég notaði var: kjúklingabringa, skorin í munnbita hvítlaukur, skorinn smátt (ég nota þessa rauðu í tágarkörfunum) laukur, skorinn í báta, …

Fyllt paprika með austurlensku ívafi

Á föstudag var mér boðið í aldeilis indælt boð heima hjá húsfrú Guðríði. Þar bauð hún m.a. uppá fyllta papriku sem mér þótti svo ómótstæðilega góð að ég varð að gera þennan rétt aftur hér heima hjá mér í kvöld (sunnudag). Það þarf eftirfarandi í paprikurnar: grænar paprikur kjúklingur (hakkaðan eða fínt skorinn) epli (sem …

Dýrðarinnar kjúklingasúpa

Ég skellti í eitt tilraunaeldhús í kvöld og það reyndist ekki af verri endanum og örugglega alveg bráðhollt. Það eina sem ég hafði gert áður en ég lagði af stað í tilraunaeldhúsið var að taka nokkrar kjúklingalundir út úr frysti, svo opnaði ég skápana hjá mér og úr varð þessi líka dýrðarinnar kjúklingasúpa. Innihald: kjúklingalundir …

Kjúklingasalat Hinna frænda

Hinni frændi minn er listakokkur. Í tilefni af afmæli mínu í desember bað ég hann um uppskrift að einhverju einföldu og góðu sem ég gæti boðið vinnufélögum mínum uppá í hádegi afmælisdagsins. Hann lagði til kjúklingasalat sem svo sannarlega féll í góðan jarðveg. Sósan/dressingin sem er sett á salatið er æði gæði. Í salatið þarf: …

Sterka tómatkjötsúpan

Í dag var komið að tilraunaeldhúsi eftir langa bið. Ég hef reyndar gert nokkrar tilraunir frá því ég setti hér inn tilraunaeldhús síðast en það hefur bara ekki heppnast nægilega vel þannig að ég var ekkert að deila því með ykkur. En tilraunaeldhús kvöldsins var hreinlega dásamlegt! Innihald: Lambakjöt, magurt skorið í litla bita Púrrulaukur …

Grænmetisréttur Rutar

Við Rut Steinsen deilum áhuga á grænmetisréttum af ýmsu tagi. Það verður þó að viðurkennast að aðdáun hennar á þessari tegund matar er mun þroskaðri en mín, en með góðri aðstoð frá henni er ég öll að koma til. Rut sendi mér eftirfarandi uppskrift úr landi rauðvínsins, Frakklandi og ég set þetta hér inn meðan …

Tómatsúpa með smálúðubitum og piparrótarrjóma

Nú kann einhver að spyrja, hvers vegana að birta hér uppskrift að súpu með lúðubitum? Lúðuveiði er jú bönnuð! Í raun má nota hvaða fisk sem er í þessa súpu en höfundurinn, Rúnar Marvinsson, kallaði súpuna þetta og mér dettur ekki í hug að breyta heitinu þó lúðuveiði sé nú bönnuð. Innihald: 400 gr. niðursoðnir …