Month: January 2013

Saga úrslitakeppni HM kvenna

Saga HM kvenna er ansi merkileg. Fyrsta opinbera heimsmeistarakeppnin fór fram í Kína árið 1991 en þá léku stúlkurnar 2×40 mínútur. Fyrstu heimsmeistararnir voru Bandaríkjamenn, Noregur varð í 2. sæti og Svíþjóð í því þriðja. Á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Svíþjóð 1995 var það táningurinn Birgit Prinz sem vakti mikla athygli. Hún þótti sýna …

Er Hóllinn besti staðurinn?

Það væri lítið gaman að Íslandsmótinu í knattspyrnu ef engir væru áhorfendurnir. Á síðustu árum hafa kröfur UEFA og KSÍ um vallaraðstæður og áhorfendaaðstöðu aukist til mikilla muna frá því sem áður var og ekki er laust við að sumir fulltrúar sveitarfélaga (sem yfirleitt fjármagna framkvæmdir) kvarti sáran undan þeim kröfum sem gerðar eru. Það …

Sókn er besta vörnin

„Með hvaða liði heldur þú?“ spurði vinkona mín mig fyrir nokkrum árum. Hún sjálf er eitilharður stuðningsmaður Liverpool, ein þessara sem má ekki missa af einum einasta leik og hélt því lengi fram að liðið hennar væri sigursælasta lið allra tíma og allt það sem púlarar kyrja jafnan á hátíðarstundum. „Ég held eiginlega ekki með …

Mikilvægustu þátttakendur leiksins?

Knattspyrna er vinsælasta íþrótt í heimi. Um það efast enginn. Knattspyrna er auk þess líklega sú íþrótt sem veltir mestum fjármunum árlega og samkvæmt nýlegum könnunum er Real Madrid það evrópska félagslið sem hefur mest markaðsvirði eða sem svarar 1.063 milljónum evra eða um 171 milljarði króna. Þetta eru skuggalega háar tölur, jafnvel þó við …

Fyllt paprika með austurlensku ívafi

Á föstudag var mér boðið í aldeilis indælt boð heima hjá húsfrú Guðríði. Þar bauð hún m.a. uppá fyllta papriku sem mér þótti svo ómótstæðilega góð að ég varð að gera þennan rétt aftur hér heima hjá mér í kvöld (sunnudag). Það þarf eftirfarandi í paprikurnar: grænar paprikur kjúklingur (hakkaðan eða fínt skorinn) epli (sem …