Tarte au citron

Botn

  • 250 gr. hveiti
  • 170 gr. smjör
  • 60-70 gr. flórsykur
  • 2 tsk. vanillusykur
  • 1 lítið egg
  • salt á hnífsoddi

Sítrónukrem

  • Innan úr 2 sítrónum – bara ávöxturinn ekki þetta hvíta
  • Rifinn börkur af 2 sítrónum – ekki hvíti beiski hlutinn
  • 100 gr. sykur
  • 2 egg
  • 2 eggjarauður
  • 2 dl. rjómi

Ítalskur marengs

  • 125 gr. eggjahvítur (ca 4 stk)
  • 200 gr. sykur
  • 1 dl. vatn

Hnoðaðu hveiti, flórsykur, vanillusykur og salt saman með sleif. Bættu egginu saman og við og hrærðu vel, ekki hnoða deigið. Settu svo deigið í ísskáp í ca klstund. Þá rúllar þú deigið út í eitt stórt form eða nokkur minni og bakar blint – þ.e. þá leggur þú bökunarpappír ofan á deigið í forminu og fyllir síðan formið t.d. með þurrkuðum baunum. Þannig kemur þú í veg fyrir að deigið hefi sig við baksturinn. Bakaðu botninn í 220 gráðu heitum ofni í ca 15 mínútur. Þá tekur þú formið út, fjarlægir baunirnar og pappírinn og bakar í 5 mínútur til viðbótar.

Þegar þú gerir sítrónukremið hrærir þú innvolsinu (safi og kjöt) saman í skál með sykri, eggjum og eggjarauðum og bætir rjómanum í. Helltu kreminu í tertubotninn og bakaðu við 150 gráður í ca 30 mínútur eða þar til kremið hefur þést. Kældu þá tertuna.

Ítalskan marengs gerir þú þannig að þú sýður saman sykurinn og vatnið, þar til sírópið er orðið örlítið þykkfljótandi. Á meðan þeytir þú eggjahvíturnar þar til þær verða stífa og hellir svo sírópinu (þegar það hefur kólnað nokkuð) mjög hægt saman við. Marengsinn þarf að þeyta í a.m.k. 12-15 mínútur.

Settu þá marengsinn í sprautupoka og skreyttu tertuna. Þá má setja hana inn í ofn og grilla marengsinn eða brenna hann með brennara.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu