Category: Heilsusamlegt

Paprikukjúklingasalat

Síðasta fimmtudag kom Sigrún systir í heimsókn og ég bauð henni að sjálfsögðu uppá tilraunaeldhús. Að þessu sinni var hollustan framarlega á lista hjá mér og gerði ég kjúklingasalat þar sem paprika var í aðalhlutverki. Þannig er að við systur erum tiltölulega nýkomnar úr ferð til Búdapest þar sem ég keypti eðal paprikukrydd. Ég ákvað …

Cajun kartöflusalat

Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins, kom glaðhlakkalegur til mín einn morguninn og sagði að þetta væri örugglega eitthvað fyrir mig. Til að færa sönnur á það ákvað ég að búa kartöflusalatið til og viti menn – það er dásamlegt. Uppskriftin – meðlæti fyrir 6-8 8 meðalstórar kartöflur 1 græn paprika 1 súrsuð smágúrka (gherkin) 4 vorlaukar …

Frábær fiskréttur í ofni með rótargrænmeti

Tilraunaeldhús í kvöld, 16. apríl 2012. Að þessu sinni hafði ég sankað að mér allskyns rótargrænmeti og svo átti ég ýsubita í frystinum. Þessu skellti ég saman í eldfast mót ásamt salti og karrý og úrkoman varð svona líka glæsileg. Eftirfarandi hráefni notaði ég í réttinn: gulrætur kartöflur sellerírót sellerí vorlauk brokkolí fiskbita parmessanost sítrónuolíu …

Næstum því endalaus hollusta

Já er ekki rétt að kalla kjúklingasalatið sem ég bjó til í kvöld “Næstum því endalaus hollusta” Ég gerði nú bara einn skammt handa mér og notaði í það: Handfylli af salatblöndu, 3 kokteiltómatar, skornir í fernt 1/3 rauðlaukur, sneiddur 1/2 avókadó, það var frekar lítið og ég skar það niður í strimla 4 sólþurrkaðir …

Ýsa í ofni

Í kvöld eldaði ég ýsu í ofni. Frumsamin uppskrift auðvitað, aðferðarfræðin byggir á hæfilegri leti en ekkert var til sparað. Innihaldið var eftirfarandi (dugar fyrir 2): 400 gr. ýsuflök, roð- og beinlaus 4-6 kartöflur (afhýddar og skornar í teninga) 1 sneið af sætri kartöflu (ca. 1,5 cm) skorin í teninga 1 stilkur af sellerí, sneitt …

Besta franska lauksúpa allra tíma

Frönsk lauksúpa er einn af mínum uppáhaldsréttum. Ég hreinlega elska þykka, bragðmikla lauksúpu sem ást og alúð hefur verið lögð í. Stundum reyni ég að búa til slíka lauksúpu og legg þá í hana bæði mikinn tíma og mikla ást. Uppskriftin sem ég notast við kemur úr franskri matreiðslubók sem ég eignaðist fyrir mörgum árum, …

Bráðhollur fiskur í ofni

Í kvöld tók ég skafið úr skápnum tilraunaeldhús. Af því það er mánudagur ákvað ég að prufa að gera eitthvað gott og bráðhollt úr fiski sem ég átti í frystinum og viti menn – þetta var svona líka asssgoti gott! Í réttinn notaði ég: Ýsu, roðlaus og beinlaus Kartöflur, afhýddar og skornar í bita Gulrætur, …

Kjúklingalundir í raspi

Kjúklingalundir í raspi, bakaðar í ofni með Ljúflingi og chilisultu. Þriðjudagur 3. janúar 2012 Kjúklingalundir Egg Raspur Olía Ljúflingur (ostur frá Kú) Chilisulta Krydd (salt, pipar og hvítlaukskrydd) Hrísgrjón (kryddhrísgrjón) Ég átti nokkrar kjúklingalundir í frystinum, þegar ég kom heim kl. 16.30 afþýddi ég þrjár lundir, skar hverja þeirra í þrjá hluta, baðaði þær uppúr …