Category: Heilsusamlegt

Ofnbakaður fiskur með hrísgrjónum

Það var skellt í tilraunaeldhús í Efstahjalla í kvöld. Ég átti þorskbita í frystinum sem ég afþýddi og velti því síðan fyrir mér hvað ég ætti að gera við fiskinn. Úr varð að ég gerði ofnbakaðan fisk með hrísgrjónum og verð að segja að mér tókst óvenju vel upp! Hráefni Fiskur (ég notaði þorsk) laukur …

Girnilegur ofnbakaður þorskur

Ég held að það sé löngu kominn tími á nýja uppskrift úr tilraunaeldhúsi Ingibjargar. Fyrir nokkru sá ég uppskrift frá Lækninum í eldhúsinu þar sem hann skipti kjúlingi út fyrir þorsk bita. Þetta er hrikalega góður réttur og í kvöld ákvað ég að fikra mig aðeins út frá honum en nýtti mér innblástur úr uppskrift …

Himneskur og hollur kjúklingaréttur

Á dögunum fór ég á Gló og fékk dásamlega góðan kjúklingarétt. Það kom minni pínulítið og skemmtilega á óvart að Solla notaði kjúklingalæri í réttinn en ekki bringur eins og ég átti dálítið von á. Rétturinn var borinn fram með hrísgrjónum og baðaður í geggjaðri sósu sem ég kunni ekki almennileg skil á en innblásin …

Spírað morgunkorn

Undanfarið hef ég ekki getað dásamað nóg námskeiðin hjá sprotafyrirtækinu Fyrirmig (http://fyrirmig.com). Þar hef ég lært ýmislegt um hollustu og þá aðallega hráfæði sem byggir m.a. á því að neyta þess sem kallað er „ofurfæða“ í mun meira mæli en ég hef gert áður. Eitt af því sem kallað hefur verið ofurfæða eru allskonar spíruð …

Hrákexið mitt úr græna hratinu

Ég er æ oftar farin að búa mér til grænan hollustudrykk sem ég tek með mér í vinnuna á morgnana og sötra yfir daginn. Á einu af dásemdarnámskeiðunum sem ég fór á hjá www.fyrirmig.com sýndi Jóna Rut okkur hvernig ætti að búa til hrákex úr hrati. Við fengum ekki uppskrift en grunnurinn var hratið úr …

Dásemdar „hollustu“ konfektið mitt

  Í gærkvöldi bjó ég til himneskt sælgæti. Öll innihaldsefni voru úr hollustuhillunum í búðinni, flest frá Himneskri hollustu. Black green súkkulaði rjómasúkkulaði – má líka vera önnur tegund Kókosolía ca. 1 og 1/2 matskeið í hverja 100 gr. plötu af súkkulaði Gojiber Salthnetur Rúsínur Ristuð sólkjarnafræ Haframjöl – glútenlaust Kókospálmasykur – ca 2 teskeiðar …

Pönnusteikt lifur með smjörsteiktum eplum og grænmeti

Ég held að tilraunaeldhús Ingibjargar hafi aldrei náð öðrum eins hæðum og hún náði í dag, já í hádeginu í dag, 1. september. Ég fór í morgun í verulega góðan göngutúr í Salalaugina, synti í um 15 mínútur og gekk síðan heim aftur með smá viðkomu í Krónunni þar sem ég fjárfesti í ýmsu hollu …

Satay kjúklingasalat

Eftir vel heppnað tilraunaeldhús í gærkvöldi ætlaði ég ekki að leggja í annað enda hafði ég boðið pabba gamla í mat og þá er nú betra að vera ekki með neina tilraunastarfsemi. En svo hugsaði ég með sjálfri mér, ‘af hverju sýni ég honum ekki hvað það er sem ég hef verið að bæta inní …

Smjörsteiktur þorskur með grænmeti

Ég kom heim í gærkvöldi eftir vikudvöl á Tenerife. Hjá mér er það yfirleitt þannig að mig þyrstir í fisk eftir heimsókn til annarra landa og var dagurinn í dag engin undantekning. Í frystiskápnum mínum átti ég tvö stykki af þorski og kippti ég þeim út og setti í ísskápinn áður en ég fór í …

Hálf indverskur fiskréttur

Mig langaði í fisk í dag, miðvikudag. Reyndar svo að mig langaði í fisk strax, þó klukkan væri bara ríflega 17 og ísskápshurðin var rifin uppá gátt. Þar átti ég lauk, hvítlauk, og tómata … já og fisk að sjálfsögðu. Þegar ég sá þessi innihaldsefni rifjaðist upp fyrir mér leiðbeining sem ég fékk um daginn …