Kjúklingasúpa að hætti Dollýar

Dollý dró fram dressið í kvöld og eldaði kjúlingasúpu. Ég veit að þú vilt fá uppskriftina og hún er til.

Innihald:

  • kjúklingabringa skorin í frekar litla bita
  • 1,0-1,5 ltr vatn í pott
  • 1 væn gulrót sneidd
  • brokkólí eins og þér finnst passa
  • 1 hvítlauksgeiri smátt skorinn
  • 1 kjúklingateningur frá knorr
  • sesamolía
  • sojasósa

Vatnið sett í pott og suðan látin koma upp. Gulrótin, spergilkál (brokkólí), hvítlaukurinn og teningurinn sett útí og látið sjóða í 5 mínútur. Kjúklingurinn settur útí. Látið sjóða í 5 mínútur og smakkað til með sesamolíu og sojasósu.

Ég bætti smá núðlum út í súpuna og þegar þær voru soðnar var súpan færð uppá disk og etin af svo góðri lyst að myndataka gleymdist.

Verði þér að góðu!

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu