Category: Greinar

Það kemur leikur eftir þennan leik

Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með þeim viðbrögðum sem verið hafa við ágætum pistli Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu. Í pistlinum fer Kolbrún fáeinum orðum um viðbrögð vinnufélaga sinna við þeim tíðindum að knattspyrnustjóri Manchester United ætli sjálfviljugur að taka pokann sinn og leggja skóna á hina margfrægu hillu. Sjálf er ég mikil áhugakona um …

Drottningin mín – mamma

Elsku mamma mín kvaddi þennan heim að morgni þriðjudagsins 12. febrúar. Hún hafði átt við erfið veikindi að stríða um nokkurra ára skeið sem þjökuðu hana bæði líkamlega og andlega. En alltaf var samt stutt í brosið, alltaf var hún blíð og alltaf jákvæð. Sem barn og unglingur tekur maður foreldrum sínum sem sjálfsögðum hlut, …

Atvinnumálin í öndvegi

Atvinnumálin í öndvegi Bæjaryfirvöld í Kópavogi þurfa nú þegar, að mati Ingibjargar Hinriksdóttur, að koma upp miðstöð fyrir atvinnulausa. “ATVINNULEYSI er minnst í Kópavogi af stóru sveitarfélögunum,” sagði Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, á opnum framboðsfundi í Þinghólsskóla 16. maí sl. Með þessum orðum er hann sennilega að vísa til þess að mikið hafi verið …

“Svefnbærinn” Kópavogur

“Svefnbærinn” Kópavogur? Við Kópavogsbúar höfum löngum mátt sætta okkur við það að bærinn okkar hefur verið kallaður “svefnbær”, og að íbúar hans sækja flesta sína þjónustu og starfsemi út fyrir bæinn. Þannig hafa þeir talað sem ekki þekkja, en við sem hér búum vitum að Kópavogur er bær sem er fullur af lífi. Meðal þeirra …

Tignarleg höfuðborg

Það er óhætt er að fullyrða að Malta sé spennandi áfangastaður fyrir Íslendinga í ferðahug. Undanfarin ár hefur verið boðið upp á marga möguleika í borgarreisum héðan en það færist sífellt í vöxt að Íslendingar skipuleggi sínar ferðir sjálfir og útvegi sér flug og gistingu í gegnum netið.Malta er lítil eyja syðst í Miðjarðarhafinu, skammt …

Virðingar er þörf

KÓPAVOGUR hefur vaxið gríðarlega á síðustu tveimur áratugum og stöðugt fleiri kynnast því að hér er gott að búa. Hér býr stórhuga fólk sem lagt hefur mikið að veði til að byggja sér framtíðarheimili. Íþróttamannvirki, grunnskólar, leikskólar, götur, vegir og hringtorg, já mörg hringtorg, hafa sprottið upp innan bæjarmarkanna.En það er ekki nóg að byggja. …

Siðferðisþrek þingmannsins

ALÞINGISMAÐURINN Jón Gunnarsson stakk niður penna í málgagni Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, Vogum, sem dreift var fyrir skömmu. Ber hann þar mikið lof á bæjarstjórann í Kópavogi fyrir það að hafa „sýnt mikið siðferðisþrek“ í lífeyrissjóðsmálinu svokallaða. Að vísu segir alþingismaðurinn að vissulega hafi bæjarstjórinn„farið á svig við lög“ í störfum sínum sem formaður lífeyrissjóðsins, en …

Völukast úr glerhýsi

Undanfarin fjögur ár hef ég verið varamaður Samfylkingarinnar í Kópavogi í bæjarstjórn Kópavogs. Á þeim tíma hef ég átt hreint frábært samstarf við félaga mína í flokknum sem og marga aðra innan bæjarstjórnar Kópavogs og starfsmenn bæjarins. Fyrir það vil ég þakka.Innan bæjarstjórnarhóps Samfylkingarinnar í Kópavogi hefur ríkt einhugur og samstaða um flest mál en …