Category: Uppskriftir

Marokkósk lambatangína

Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að prufa eitthvað nýtt og framandi. Þess vegna gat ég ekki hugsað mér annað en að skella í eitt tilraunaeldhús fyrir ykkur á 200.is. Yfirleitt heppnast tilraunaeldhúsið vel hjá mér en örsjaldan hefur síminn hjá pizzafyrirtækinu bjargað mér fyrir horn. Að þessu sinni vildi ég bjóða ykkur í ferðalag til Afríku …

Grænmetisréttur Rutar

Við Rut Steinsen deilum áhuga á grænmetisréttum af ýmsu tagi. Það verður þó að viðurkennast að aðdáun hennar á þessari tegund matar er mun þroskaðri en mín, en með góðri aðstoð frá henni er ég öll að koma til. Rut sendi mér eftirfarandi uppskrift úr landi rauðvínsins, Frakklandi og ég set þetta hér inn meðan …

Tómatsúpa með smálúðubitum og piparrótarrjóma

Nú kann einhver að spyrja, hvers vegana að birta hér uppskrift að súpu með lúðubitum? Lúðuveiði er jú bönnuð! Í raun má nota hvaða fisk sem er í þessa súpu en höfundurinn, Rúnar Marvinsson, kallaði súpuna þetta og mér dettur ekki í hug að breyta heitinu þó lúðuveiði sé nú bönnuð. Innihald: 400 gr. niðursoðnir …

Barbíkjú svínakjötssamloka

Manstu eftir barbíkjú svínakjötssamlokunni sem fékkst á Hard Rock í den? Hún er komin aftur elsku krakkar, hún er komin aftur! Þú byrjar á því að kaupa þér svínasíðu í vandaðri verslun. Þú setur svínasíðuna í pott og hellir á vatni þannig að það fljóti yfir kjötið. svínasíða 2-3 lárviðarlauf, 4-5 negulnaglar 1 stjörnuanís nokkur …

Cajun kartöflusalat

Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins, kom glaðhlakkalegur til mín einn morguninn og sagði að þetta væri örugglega eitthvað fyrir mig. Til að færa sönnur á það ákvað ég að búa kartöflusalatið til og viti menn – það er dásamlegt. Uppskriftin – meðlæti fyrir 6-8 8 meðalstórar kartöflur 1 græn paprika 1 súrsuð smágúrka (gherkin) 4 vorlaukar …

Frábær fiskréttur í ofni með rótargrænmeti

Tilraunaeldhús í kvöld, 16. apríl 2012. Að þessu sinni hafði ég sankað að mér allskyns rótargrænmeti og svo átti ég ýsubita í frystinum. Þessu skellti ég saman í eldfast mót ásamt salti og karrý og úrkoman varð svona líka glæsileg. Eftirfarandi hráefni notaði ég í réttinn: gulrætur kartöflur sellerírót sellerí vorlauk brokkolí fiskbita parmessanost sítrónuolíu …

Forsetakleinur

Þessa uppskrift rakst ég á á netinu. Ég hef ekki sjálf bakað þessar kleinur en mér leist frekar vel á uppskriftina. Læt hana því flakka. 1 kg. hveiti 250 gr sykur (já það þýðir ekkert að kvarta yfir magninu, svona er lífið:) ) 100 gr. smjör 2 egg 8-10 tsk lyftiduft (ekki innsláttarvilla, það þarf …

Fylltar grísalundir með ofnbökuðum kartöflum og grænpiparsósu

Mér áskotuðust grísalundir og í kvöld var skellt í tilraunaeldhús. Ég átti til ólífur og sólþurrkaða tómata en ég kom við í búðinni og keypti hvítlauks smurost og grænpiparsósu. Þetta var einfallt. Fyrir grísalundirnar Skerðu vasa í grísalundirnar smurðu með hvítlauksostinum og raðaður ólífum og sólþurrkuðum tómötum í rifuna. Lokaðu með tannstöngli. Settu þetta í …

Steik og Guinness pæ – hó hó og hæ

Jæja, ég eldaði steik og guinness pæ í kvöld enda kom Bubba systir í mat og hún (eins og ég) elskar svona breskan pöbbamat. Það tekur tíma að elda þetta en það er samt hryllilega einfalt að elda. Það sem þarf er: nautagúllass eða nautastroganoff í hæfilegu magni 1 lauk – skorinn smátt 1 hvítlauksrif …

Næstum því endalaus hollusta

Já er ekki rétt að kalla kjúklingasalatið sem ég bjó til í kvöld “Næstum því endalaus hollusta” Ég gerði nú bara einn skammt handa mér og notaði í það: Handfylli af salatblöndu, 3 kokteiltómatar, skornir í fernt 1/3 rauðlaukur, sneiddur 1/2 avókadó, það var frekar lítið og ég skar það niður í strimla 4 sólþurrkaðir …