Category: Uppskriftir

Kjúklingasúpa að hætti Dollýar

Dollý dró fram dressið í kvöld og eldaði kjúlingasúpu. Ég veit að þú vilt fá uppskriftina og hún er til. Innihald: kjúklingabringa skorin í frekar litla bita 1,0-1,5 ltr vatn í pott 1 væn gulrót sneidd brokkólí eins og þér finnst passa 1 hvítlauksgeiri smátt skorinn 1 kjúklingateningur frá knorr sesamolía sojasósa Vatnið sett í …

Grænmetisréttur sem er ekkert grín

Vá maður hvað ég eldaði góðan mat í kvöld. Fyrir viku síðan sagði Rut Steinsen, vinnufélagi minn og handboltasnillingur, mér frá geggjuðum grænmetisrétti sem hún hafði eldað. Í hann notaði hún eggaldin, kúrbít, tómata, hvítlauk, papriku, sveppi og lauk. Ég gat að sjálfsögðu ekki farið eftir þessu og gerði eftirfarandi: eggaldin brokkolí gulrót rauð paprika …

Grillað lambafillet með dásemdar salati

Í gærkvöldi hitti ég vinkonur mínar Ástu B. og Dísu í Hárný. Tilgangur hittingsins var að horfa á landsleikinn hjá strákunum en svo gleymdum við okkur við mat og drykk. Ég tók svo fína mynd af matnum á símann minn að ég varð að skrifa niður “uppskriftina” en samt er þetta eiginlega ekki alveg uppskrift. …

Hollustusúpa Ingibjargar

Það er nauðsynlegt að elda hollt öðru hvoru og í kvöld var skellt í úrvals holla og hreint fáránlega góða súpu. Eins og venjulega var ekkert mælt, bara slumpað í og svo skafið dálítið úr ísskápnum. Upprunalega hugmyndin var að búa til grænmetissúpu með kjúklingabaunum en þegar á hólminn var kominn fengu baunirnar frí en …

Hollustu morgundrykkurinn

Um daginn lagaði ég þennan líka dýrindis hollustu morgundrykk. Tilefnið var að Þórhallur Matthíasson, fyrrverandi nemandi og gildur limur í félagsmiðstöðinni Ekkó, montaði sig af hollustudrykk sem hann var að sjóða saman og ég gat ekki verið minni manneskja. Í drykkinn minn fór: 1 sítróna 2 lime 1 appelsína 1 epli 3 cm engifer 1 …

Kebablamb

Tilraunaeldhús 11. maí 2013. Fjórar sneiðar af framparti – úrbeinaðar og fitusneiddur Hálfur vorlaukur – sneiddur 3 hvítlauksgeirar – saxaðir smátt 2 sellerístönglar – sneiddir Laukur – sneiddur Brokkólí – brotið niður í bita Tómatur í dós með hvítlauk og óriganó Salt Pipar Kebabkrydd Þessu öllu raðað í eldfast mót í þeirri röð sem er …

Tyrkneskar kjötbollur með spagetti

Ég verð að segja þér frá kvöldmatnum í kvöld. Um daginn fór ég í búð í Síðumúla sem selur vörur frá Tyrklandi og keypti mér Kebab krydd, en ég lærði að meta Kebab í Danmörku fyrir tveimur árum. Ég man ekki hvað búðin heitir en hún er beint á móti Fastus. Hef þó aldrei fundið …

Fínn fiskréttur

Mín splæsti í tilraunaeldhús í kvöld. Ég tók fiskbita úr frysti í morgun og setti í ísskápinn. Þegar ég kom svo heim þá ákvað ég að baka fiskinn í ofni og úr varð þessi fíni fiskréttur. Innihald: Ýsa í bitum Hrísgrjón (ég notaði krydd hrísgrjón) Philadelphia smurostur (hreinn) Rautt pestó Laukur Karrý Salt Vatn Ólífuolía …

Snillingur í eldhúsinu – grænmetisréttur

Það er ekki hægt að segja annað en að ég sé snillingur í eldhúsinu! Í kvöld ákvað ég að elda grænmetisrétt úr því rótargrænmeti sem ég átti í ískápnum og gera hann með austurlensku ívafi. Og ég skal segja þér það að grænmetisrétturinn minn var alveg geggjaður. Innihaldið mitt í þennan rétt var: 2 kartöflur …