Category: Uppskriftir

Grænmetisréttur sem er ekkert grín

Vá maður hvað ég eldaði góðan mat í kvöld. Fyrir viku síðan sagði Rut Steinsen, vinnufélagi minn og handboltasnillingur, mér frá geggjuðum grænmetisrétti sem hún hafði eldað. Í hann notaði hún eggaldin, kúrbít, tómata, hvítlauk, papriku, sveppi og lauk. Ég gat að sjálfsögðu ekki farið eftir þessu og gerði eftirfarandi: eggaldin brokkolí gulrót rauð paprika …

Grillað lambafillet með dásemdar salati

Í gærkvöldi hitti ég vinkonur mínar Ástu B. og Dísu í Hárný. Tilgangur hittingsins var að horfa á landsleikinn hjá strákunum en svo gleymdum við okkur við mat og drykk. Ég tók svo fína mynd af matnum á símann minn að ég varð að skrifa niður “uppskriftina” en samt er þetta eiginlega ekki alveg uppskrift. …

Hollustusúpa Ingibjargar

Það er nauðsynlegt að elda hollt öðru hvoru og í kvöld var skellt í úrvals holla og hreint fáránlega góða súpu. Eins og venjulega var ekkert mælt, bara slumpað í og svo skafið dálítið úr ísskápnum. Upprunalega hugmyndin var að búa til grænmetissúpu með kjúklingabaunum en þegar á hólminn var kominn fengu baunirnar frí en …

Hollustu morgundrykkurinn

Um daginn lagaði ég þennan líka dýrindis hollustu morgundrykk. Tilefnið var að Þórhallur Matthíasson, fyrrverandi nemandi og gildur limur í félagsmiðstöðinni Ekkó, montaði sig af hollustudrykk sem hann var að sjóða saman og ég gat ekki verið minni manneskja. Í drykkinn minn fór: 1 sítróna 2 lime 1 appelsína 1 epli 3 cm engifer 1 …

Kebablamb

Tilraunaeldhús 11. maí 2013. Fjórar sneiðar af framparti – úrbeinaðar og fitusneiddur Hálfur vorlaukur – sneiddur 3 hvítlauksgeirar – saxaðir smátt 2 sellerístönglar – sneiddir Laukur – sneiddur Brokkólí – brotið niður í bita Tómatur í dós með hvítlauk og óriganó Salt Pipar Kebabkrydd Þessu öllu raðað í eldfast mót í þeirri röð sem er …

Tyrkneskar kjötbollur með spagetti

Ég verð að segja þér frá kvöldmatnum í kvöld. Um daginn fór ég í búð í Síðumúla sem selur vörur frá Tyrklandi og keypti mér Kebab krydd, en ég lærði að meta Kebab í Danmörku fyrir tveimur árum. Ég man ekki hvað búðin heitir en hún er beint á móti Fastus. Hef þó aldrei fundið …

Fínn fiskréttur

Mín splæsti í tilraunaeldhús í kvöld. Ég tók fiskbita úr frysti í morgun og setti í ísskápinn. Þegar ég kom svo heim þá ákvað ég að baka fiskinn í ofni og úr varð þessi fíni fiskréttur. Innihald: Ýsa í bitum Hrísgrjón (ég notaði krydd hrísgrjón) Philadelphia smurostur (hreinn) Rautt pestó Laukur Karrý Salt Vatn Ólífuolía …

Snillingur í eldhúsinu – grænmetisréttur

Það er ekki hægt að segja annað en að ég sé snillingur í eldhúsinu! Í kvöld ákvað ég að elda grænmetisrétt úr því rótargrænmeti sem ég átti í ískápnum og gera hann með austurlensku ívafi. Og ég skal segja þér það að grænmetisrétturinn minn var alveg geggjaður. Innihaldið mitt í þennan rétt var: 2 kartöflur …

Túnfisktartarsalat

Hinni frændi minn er snillingur. Hann galdraði fram þetta ljúffenga túnfisktartarsalat og var svo elskulegur að senda mér innihaldsefnin. Hlutföll eru afstæð og fara eftir smekk hvers og eins. Innihald: túnfiskur, skorinn í litla bita japanskt majones (fæst í Fylgifiskum) agúrka vorlaukur chillimauk (eða niðursoðið chilli saxað mjög smátt) smá kóriander og sesamfræin Þessu er …