Butter Chicken

Marineringin

  • 100 ml. Jógúrt – hreint
  • 1 lime (safinn)
  • 15 gr hvítlaukur (kraminn)
  • 2,5 cm engifer, rifið
  • 1 tsk Cumin
  • 1 msk kóríander
  • 1 tsk garam masala
  • Paprika
  • Salt

Kjúklingurinn

  • 4 kjúklingabringur
  • 25 gr ósaltað smjör
  • ½ sítróna

Fyrir sósuna

  • 100 gr ósaltað smjör
  • 1 laukur, saxaður
  • 2,5 cm engifer, rifið
  • 2 hvítlauksgeirar, kramdir
  • 100 gr. Tómat púré
  • 2 litlir rauðir chilli
  • Chilli duft
  • 200 ml. Rjómi
  • Svartur pipar

 

Blanda öllu innihaldi marineringarinnar saman í skál þar til hún hefur blandast vel. Bæta kjúklingabringunum útí og tryggja að bringurnar sitji vel í sósunni. Marinera í 12 klst. Eða yfir nótt.

Taka kjúklingabringurnar úr marineringunni og þerra vel af þeim og grilla á hæsta hita í 3-4 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær eru vel brúnaðar. Baða kjúklinginn í smjöri og smá lime safa.

Hita ofninn í 200 gráður og elda kjúklinginn í 10-12 mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn.

Á meðan á að hita smjör á pönnu yfir meðal hita og steikja laukinn í 4-5 mínútur þar til mjúkur. Bæta við engifer og hvítlauk og elda í mínútu til viðbótar, hræra þá tómatpúrré, chilli og chilli dufti í og elda í 2-3 mínútur til viðbótar.

Minnka hitann og hræra rjómanum í, láta sjóða í um mínútu og bæta þá kjúklingabringunum í sósuna. Smakka til með salti og pipar.

Bera fram með basmati hrísgrjónum og naan brauði.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu