Category Archives: Af Dollý

Dollý hefur talað


Frá árinu 2006 hefur Dulfríður Jósefína Hansdóttir spáð fyrir íslenskri þjóð, menningu og samfélagi. Hún segir sjálf að hún sé besta spákona á Íslandi og hafi óþolandi mikið af gáfum í heilabúi sínu. Það þurfi hún að virkja með öllum mögulegum og ómögulegum ráðum og um hver áramót þurfi hún að siða Íslendinga til vegna komandi árs. Dollý hefur m.a. sagt að sumir geti hreinlega sleppt árinu því hún sé strax búin að kjafta því sem er þess virði að vita að muni gerast á næsta ári.

Skráðu hjá þér dagsetninguna 28. maí – þá mun verða stórfenglegur viðburður sem heimsbyggðin mun taka eftir. Líklega mun Karl bretaprins loksins taka við sem konungur eftir að foreldrar hans munu skilja við þetta jarðlíf með skömmu millibili. Elísabet mun sakna Filipusar svo mikið þegar hann kveður að hún mun ekki á heilli sér taka. Hún hafði þó vonað að hún myndi lifa son sinn en henni verður ekki kápan úr því klæðinu. En Karl mun ekki ríkja lengi, hann fer á fund feðra sinna í október og þá tekur Vilhjálmur við og hann mun ríkja langt fram að næstu öld … ekki alveg inn í 22. öldina en langleiðina.

Dollý spáir fyrir árinu 2020

Lestu meira um árið 2020.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Einu sinni VAR

Það er varla annað hægt en að byrja á því að byrja forláts á því að stinga niður penna eftir að hafa haft mig hæga í allmörg ár. En það lifir lengi í gömlum glæðum og nú þegar Heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu er ný lokið er ekki annað hægt en ydda blýantinn og pára þættinum bréf.

Fyrir rúmum átta árum skrifaði ég grein hér á fótbolta.net sem bar fyrirsögnina Mikilvægustu þátttakendur leiksins. Þar gerði ég knattspyrnudómara að umtalsefni og þótti miður að það væri aldrei neinn sem héldi með þeim. Fyrir átta árum skrifaði ég: „Dómarar eru einn mikilvægasti þáttur þess að gera knattspyrnuna að þeirri vinsælu íþrótt sem hún er.“ Það er enda rétt að það væri enginn fótboltaleikur ef ekki væri dómari til að tryggja að allir fari eftir reglum leiksins. En dómarar, líkt og aðrir mannlegir menn eiga það á hættu að gera mistök. Það kom því ekki á óvart að FIFA ákvað að taka upp svokallaða marklínutækni til að meta hvort knötturinn væri innan eða utan marklínu. Svo fóru að koma kröfur um allskonar aðrar tæknibrellur sem áttu að létta dómurunum lífið, meðal annars hin svokallaða VAR (Video Assistance Referee) tækni. Á vef FIFA kemur fram að VAR tækninni er fyrst og síðast ætlað að ákvarða:

 • hvort mark hafi verið skorað
 • hvort dæma skuli vítaspyrnu
 • hvort vísa skuli leikmanni af velli
 • hvort réttur leikmaður hafi fengið refsingu

Eftir að hafa horft á allmarga leiki á HM kvenna þá verð ég að segja að ég er hugsi yfir þessari tækni allri og það jafnvel þó ég hafi fengið það staðfest sem ég sagði fyrir átta árum að hlutverk dómara sé að hvorki sjást né heyrast. Er samt ekki fulllangt gengið að loka þá inni í búri, í dómara búningi. Ég held það!

Það fer alltof mikill tími í VAR, nánast undantekningalaust var uppbótartíminn í riðlakeppninni 7 mínútur í hvorum hálfleik. Leiktíminn lengdist úr því að vera 90 mínútur í 104. Takturinn var með þessu tekinn úr leiknum, ábyrgð dómarans á vellinum minnkuð og þrjár huldukonur sáu um dómgæslu. Hvað verður langt þangað til að hljóðnemi verður settur á alla leikmenn svo dómarinn geti dæmt um það hvort einhver leikmaðurinn kallar annan niðrandi nafni eða hefur í frammi kynþáttafordóma? Er það ekki örugglega næst?

Það er óhætt að segja að ég er ekki hrifin af þessum breytingum, hreint ekki. En tæknin hefur án efa létt líf og starf dómarnana, núna þarf bara að koma böndum á tæknina. Hvað segir þú t.d. um að þjálfarar, sem þess vegna geta haft aðstoðarmenn klædda liðsbúningum í stúdíói, hafi 2 möguleika á VAR dómgæslu í leiknum? Er það ekki bara nóg? Leyfum dómurunum áfram að hafa áhrif á leikinn og gera okkur brjáluð öðru hvoru.  Án þeirra væri leikurinn ekki næstum því eins skemmtilegur.

Pistillinn birtist á vefnum fotbolti.net eftir HM kvenna 2019

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

No one but you

Eins mikið og ég elskaði Freddie Mercury sem söngvara þá er þetta einn af hápunktum Queen að mínu viti. Algjörlega magnað lag þar sem þeir félagar syngja um söknuð sinn eftir að Freddie dó.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Spá Dollýjar fyrir árið 2017 komin á vefinn

Dulfríður Jósefína hefur talað

Það verður mynduð ríkisstjórn strax í fyrstu viku ársins, ef hún verður þá ekki bara mynduð núna strax á næstu dögum. Hún verður skipuð þingmönnum frá Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Bjartri framtíð og mun Framsóknarflokkurinn standa með þessari ríkisstjórn ef á þarf að halda. Þeir Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi munu bindast tryggðarböndum og þegar líður á árið mun Framsóknarflokkurinn koma inní ríkisstjórnina í stað Bjartrar framtíðar sem mun koma verulega löskuð út úr þessu samstarfi með þeim Engeyjarfrændum.

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Hver þarf samfélagsmiðla þegar við höfum Bensó?

Nýtt ár, 2017, þýðir að það eru liðin 28 ár síðan ég gerðist Hólmari um stund.

Já haustið 1989 mætti ég vestur í Hólm, blaut á bak við eyrun – ætlaði að skrifa eins og eina BA ritgerð í sagnfræði um leið og ég reyndi mig við að leiðbeina 10 ára bekk, 4. bekk. Þar voru snillingar eins og Una Péturs, Bergþór, Röggurnar, Stebbi Sigga Júl og Jóhanna Heiðdal, bara svo minnst sé á nokkra. En svo kom á daginn að ég átti hreint ekki bara að kenna þessum snillingum, nei unglingarnir biðu mín líka Ragna Freyja, tvíburarnir Hafþór og Sævar, Þorgeir Ingiberg, Finnur Sig og Þórey Thorlacius. Þeim átti ég að kenna sitt lítið af hvoru, m.a. dönsku – og ég sem hélt að Hólmarar myndu vera góðir við mig! Hvernig átti ég á 26. aldursári að geta fetað í fótspor goðsagnar eins og Stellu dönskukennara?

Continue reading Hver þarf samfélagsmiðla þegar við höfum Bensó?

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Dollý spáir fyrir árinu 2016

En við munum líka verða vitni að óvenjulegri góðvild, það verður ekki einhver einn viðburður, heldur mikið frekar röð viðburða sem munu vekja þjóðina og kveikja í henni eldmóð sem verður samfélaginu öllu til góðs og verður umtalað út um veröld víða.

Dollý, Dulfríður Jósefína Hansdóttir, hefur talað fyrir árinu 2016. Ef þú vilt máttu alveg deila spánni hennar, svo er líka allt í lagi að láta það vera.

 

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu

Sætbakaðir lambaskankar (lambaleggir)

Eins og þið vitið sjálfsagt þá var ég svo heppin að vinna 15 kg. af frábæru lambakjöti á FB í desember. Ég er vitaskuld óskaplega þakklát þeim á www.lambakjot.is fyrir að velja mig og ég lofaði að gefa þeim uppskriftir að lambakjöti sem ég elda og heppnast vel.

Í kvöld bauð ég uppá sætbakaða lambaskanka og ég verð að segja að þeir heppnuðust frábærlega vel. Ég byrjaði á því að leita eftir uppskriftum á netinu og fann m.a. tvær slíkar á lambakjot.is, ég las þær yfir og gerði síðan mína útgáfu sem fylgir hér með og er fyrir tvo.

Innihald
 • 2 lambaleggir
 • 1 laukur
 • 1 sellerístöngull
 • 1/2 sellerírót
 • 1 hvítlauksrif
 • 8 döðlur, steinlausar
 • 1 ds. tómatpúrré
 • 1 lambateningur
 • 1/2 vatn
 • salt
 • pipar
 • hveiti
 • olía til steikingar

Ég byrjaði á því að dusta smá hveiti á lambaleggina, þá brúnaði ég þá við háan hita í þykkbotna potti í smjöri og ólífuolíu, saltaði og pipraði. Þá tók ég leggina/skankana og lagði þá til hliðar. Lækkaði hitann á hellunni og saxaði allt grænmetið frekar gróft og steikti í pottinum. Bætti smá salti og pipar saman við og setti í einn lambatening. Þá opnaði ég eina litla dós af tómatpúrré og bætti við. Setti ca 1/2 lítra af vatni saman við og sauð í smástund.

Ég á tanginu frá Emile Henry og notaði hana í þetta sinn, en í raun má setja leggina í hvaða eldfasta mót sem er ef það er gott lok á því. Þegar ég var búin að smakka sósuna til með salti og pipar leyfði ég henni að sjóða smá stund og hellti henni síðan yfir leggina (sem voru tveir í mínu tilviki), bætti döðlunum saman við og setti í ofn sem var við ca 150-175 gráður. Þessu leyfði ég að malla í ca. 2 klst.

Emile Henry Tagine 35cm

Þetta bar ég fram í tangine-unni og gerði kartöflumús með. Dásamlegt!

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu