Category: Súpur

Vel sterk austurlensk kjúklinganúðlusúpa

Einn af mínum uppáhalds veitingastöðum er Noodle Station sem var á Skólavörðustíg en er núna kominn á Laugaveg auk þess að vera í Hafnarfirði. Þar fæ ég mér jafnan kjúklingasúpuna þeirra og er alltaf pínulítið sorgmædd þegar ég er búin úr skálinni, þetta er svo gott! Í margar vikur hef ég hugsað um að útbúa …

Fiskisúpa sem kengur er í

Loksins fann ég uppá því að skella í tilraunaeldhús. Að þessu sinni átti ég bita af ljómandi fínum þorskhnakka, skrapp í búðina og keypti nokkra hluti sem mér finnst ómissandi að eiga í ísskápnum, lauk, gulrætur og sellerí. Þessir þrír hlutir eru ljómandi góður grunnur í allskonar súpur og pottrétti og ég ákvað að skella …

Tómatsúpa Ingibjargar

Ég gerði mér tómatsúpu í kvöld. Að þessu sinni hafði ég enga fyrirmynd, aðeins það sem ég átti í ísskápnum og öðrum skápum íbúðarinnar. Útkoman var frábær og matarmikil súpa. Innihald: skalottulaukur sellerístöngull kartöflur tómatur brokkolí tómatpúrré grænmetisteningur ólífuolía vatn Ég brytjaði grænmetið smátt og steikti í ólífuolíunni í þykkbotna potti. Þá bætti ég tómatpúrré …

Dýrindis grænmetis-/fiskisúpa

Ég var staðráðin í að gera fiskisúpu í kvöld. En eins og svo oft áður þá datt mér ekki í hug að fylgja uppskrift heldur byggði ég á fyrri reynslu minni í fiskisúpugerð og ber þar hæst að nefna uppskrift Rúnars Marvinssonar. Þá súpu fékk ég fyrst í vinnunni og ég verð bara að segja …

Fiskiostasúpa

Eftir heldur erfiðan dag skellti mín í eitt tilraunaeldhús. Að þessu sinni átti ég fisk, ýsu, og mig langaði að gera eitthvað allt öðruvísi. Það varð líka raunin og heppnaðist svona líka ægilega vel. Já Fiski Osta Súpa … skrítið en gott. Innihald laukur sellerí hvítlaukur gulrætur kartöflur brokkólí rauð paprika tómatar ólífuolía hvítlauksostur (steyptur) …

Kjúklingasúpa að hætti Dollýar

Dollý dró fram dressið í kvöld og eldaði kjúlingasúpu. Ég veit að þú vilt fá uppskriftina og hún er til. Innihald: kjúklingabringa skorin í frekar litla bita 1,0-1,5 ltr vatn í pott 1 væn gulrót sneidd brokkólí eins og þér finnst passa 1 hvítlauksgeiri smátt skorinn 1 kjúklingateningur frá knorr sesamolía sojasósa Vatnið sett í …

Hollustusúpa Ingibjargar

Það er nauðsynlegt að elda hollt öðru hvoru og í kvöld var skellt í úrvals holla og hreint fáránlega góða súpu. Eins og venjulega var ekkert mælt, bara slumpað í og svo skafið dálítið úr ísskápnum. Upprunalega hugmyndin var að búa til grænmetissúpu með kjúklingabaunum en þegar á hólminn var kominn fengu baunirnar frí en …

Dýrðarinnar kjúklingasúpa

Ég skellti í eitt tilraunaeldhús í kvöld og það reyndist ekki af verri endanum og örugglega alveg bráðhollt. Það eina sem ég hafði gert áður en ég lagði af stað í tilraunaeldhúsið var að taka nokkrar kjúklingalundir út úr frysti, svo opnaði ég skápana hjá mér og úr varð þessi líka dýrðarinnar kjúklingasúpa. Innihald: kjúklingalundir …

Sterka tómatkjötsúpan

Í dag var komið að tilraunaeldhúsi eftir langa bið. Ég hef reyndar gert nokkrar tilraunir frá því ég setti hér inn tilraunaeldhús síðast en það hefur bara ekki heppnast nægilega vel þannig að ég var ekkert að deila því með ykkur. En tilraunaeldhús kvöldsins var hreinlega dásamlegt! Innihald: Lambakjöt, magurt skorið í litla bita Púrrulaukur …

Sérlega góð kjöt og kartöflusúpa

Ég rakst á þennan tengil um daginn. Þarna er myndband af því hverig búa má til úrvalssúpu úr hamborgarahrygg og kartöflum. Mér leist ákaflega vel á uppskriftina og ákvað að slá til. Ástæðan var einföld, ég átti til allt nema kjötið í súpuna. Það fékk ég í Iceland, niðursneiddur hamborgarhryggur sem kostaði 600 krónur og …