Siffa vann tvöfalt í Óskastundinni 2012

Í gærkvöldi fór fram hin víðfræga Óskastund en að þessu sinni vorum við heima hjá Gunni Stellu í Vallargerðinu. Það var ekki við öðru að búast en glæsilegum móttökum og það klikkaði ekkert hjá henni frænku minni. Tja nema vinir hennar tveir þeir Bang og Olofsson sem þóttust vera of fínir fyrir þetta partý. Við stelpurnar vorum þó ekkert á þeim buxunum að leyfa þeim að komast upp með neitt múður þannig að við þræluðum þeim í gegnum hvert lagið á fætur öðru … á hæsta styrk!

Þegar lagaspiluninni var lokið var undirrituð, já og Sigfríður, fengnar til að slá niður úrslitunum sem urðu þannig að Siffa rúllaði kvöldinu upp. Hún átti lag kvöldsins sem að þessu sinni var hið ógleymanlega One Moment In Time með Whitney Houston. Þá var Gunnur Stella krýnd kona kvöldsins, sem í morgun kom í ljós að var alls ekki rétt úrslit því Siffa varð líka kona kvöldsins en þar sem hún tók sjálf þátt í að finna út úr þessu þá skrifast mistökin á hana ;-).

Hér að neðan má sjá hvernig stigin skiptust milli okkar vinkvennanna í efstu röð er stigagjöfin fyrir fyrsta lag sem hver og ein spilaði og svo framvegis. Þarna má glöggt sjá að kona kvöldsins er Sigfríður með samtals 22,9 stig. Þá kemur Ásta B. með 21,8 stig en Gunnur Stella hafnaði í þriðja sæti með 21,4 stig.

Alda Ásta Gunnur Ingó Siffa Þjobba
7,8 7,5 6,5 6 8,3 7,7
7,8 7,4 8 6,8 7,4 5,6
3,8 6,9 6,9 8,2 7,2 7,4
19,4 21,8 21,4 21 22,9 20,7

Hér að neðan má síðan sjá hvaða lög voru leikin og hvaða einkunnir þau fengu hjá okkur.

Heiti lags Flytjandi Meðaltal
One Moment in time Whitney Houston 8,3 Siffa
Les Champs Elysses Jon Dassain 6,0 Ingó
Stingum af Mugison 7,8 Alda
Woice within Christina Agulera 6,5 Gunnur
All Kinds of everything Dana 7,7 Þjobba
Will you still love me Amy Winehouse 7,5 Ásta
Little Talks Of Monsters and man 7,8 Alda
Líttu sérhvern sólarlag Valdimar Sigríður Thorlacius 6,8 Ingó
Your’e Beutyful James Blunt 7,4 Ásta
What are Words Chris Medina 7,4 Siffa
Þín innsta þrá Stebbi og Eyfi 8,0 Gunnur
Ring of Fire Johnny Cash 5,6 Þjobba
Það er komið sumar Mc Gauti 3,8 Alda
I’wanna dance with somebody Whitney Houston 6,9 Ásta
Delilah Tom Jones 8,2 Ingó
Alone Again Alyssia Read 7,2 Siffa
Allt með öðrum blæ Stebbi og Eyfi 6,9 Gunnur
Moves like Jagger Maroon 7,4 Þjobba

Enn og aftur þakka ég fyrir kvöldið stelpur. Þetta var ljúft.

 

 

Ertu sátt? Segðu frá Dollý á þinni síðu