Það kemur leikur eftir þennan leik
Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með þeim viðbrögðum sem verið hafa við ágætum pistli Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu. Í pistlinum fer Kolbrún fáeinum orðum um viðbrögð vinnufélaga sinna við þeim tíðindum að knattspyrnustjóri Manchester United ætli sjálfviljugur að taka pokann sinn og leggja skóna á hina margfrægu hillu. Sjálf er ég mikil áhugakona um …